Draugar fortíðar

Uppgjör er forsenda þess að hægt sé að halda áfram. Annars fylgja draugar fortiðar inní ókomna framtíð og munu valda þrætum í tíma og ótíma. Passa þarf að persónugera ekki neitt í þessu uppgjörsferli sem hér um ræðir. Hvað þá draga menn í dilka eftir flokkslínum. Þetta snýst um embættin í þessu tilfelli. Hef enga trú á að menn hafi eitthvað að fela með þetta lán og því engin ástæða til að óttast hvað kemur út úr nánari athugun á svo hárri lánveitingu án skriflegra samninga, skilji ég fréttina rétt.

Allavega vil ég ekki trúa því að Seðlabankinn hafi verið notaður eins og einkabanki.

Og svo þarf að ná sáttum við það liðna og move on inní framtíðina. Því fyrr sem fortíðaruppgjöri verður lokið, því fyrr kemst þjóðin áfram. Flóknara er það ekki. Hafi lög verið brotin höfum við kerfi sem tekur á því og sem allir þurfa að una niðurstöðum frá.


mbl.is Vilja svar um lán til Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég hefði viljað sjá umræðu um þá sem að áttu að borga þetta lán en borguðu ekki...

Það er alltaf farið í þá sem að liðkuðu til en hvergi í þá sem að áttu að standa í skilum og brugðust því...

Ég man eftir því að á einhverjum tímapunkti fór Björgvin G. Sigurðsson harmförum vegna þess að Seðlabankastjóri var ekki á sömu peningar-útrásinni og hann, og talaði Björgvin um að það yrði að fylgja útrásinni eftir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.3.2012 kl. 22:17

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já það er rétt Ingibjörg, það ætti einnig að skoða það í hvað peningarnir fóru en ég reikna með að verði þetta rannsakað, verði sá hluti einnig skoðaður. Ef þetta er allt á Tortula, þá er bara að fá PIN númerið á þeim reikning og skila inní Seðlabankann á ný..það má nú fantasera smá og vona að eitthvað skili sér aftur til okkar...allavega svona fyrir svefninn svo maður sofi nú ljúft...LOL

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 22:22

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

p.s. veistu hvað Björgvin meinti með að fylgja útrásinni eftir ? Var hann þá að meina að ríkið ætti að dæla fjármunum okkar í Víkingana eða fyrirtæki þeirra öllu heldur ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 22:23

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Hjördís það var það sem hann átti við...

Hann sagði eitthvað í þá áttina þegar Davíð var ekki alveg tiltækur að við vildum frekað vera gamalddags og einangruð í smæð okkar...

Þetta er ekki alveg orðrétt en meiningin átti að vera sú hjá Björgvini að við yrðum einangruð og gamaldags í smæð okkar ef við fylgdum ekki eftir útrás þessara banka...

Má ég þá frekar biðja um öryggi og festu okkur Íslendingum til og ef að það kallast gamaldags og einangrað að við viljum hafa okkur fólkið í forgang þá vil ég það frekar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.3.2012 kl. 08:26

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg sammála þér Ingibjörg, slæst í gamaldags líðið með þér !

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.3.2012 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband