22.3.2012 | 09:12
Norðurljósin seld
Kannski að Einar Ben hafi verið að meina þetta með þessum hætti , þegar hann talaði á sínum tíma um að selja Norðurljósin ? Hann var kannski bara misskilinn, hvað veit ég.
Þetta þykir mér frábært og afar jákvætt. Norðurljósin okkar eru töfralistaverk okkar sem taka stöðugum breytingum og eru sveipuð magnaðri dulúð á ævintýralegan hátt. Í hvert sinn sem ég sé þau, á ég erfitt með að trúa augum mínum. Ég er einlægur aðdáandi þeirra og elska þau! Svo ég á afar létt með að skilja ferðamenn sem kaupa sér ferðir hingað til að sjá þau. Hvað við megum vera heppin að við þurfum þess ekki, að eitthvað sé frítt fyrir okkur að njóta ótakmarkað og um alla eilífð. Svo sannanlega endurnýjanleg auðlind.
22.000 farþegar skoðuðu norðurljósin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og talað frá mínu hjarta Gæti ekki verið meira sammála, að öllu leiti...
josira, 22.3.2012 kl. 12:55
Hér má finna nokkur orð mín um Ægifegurð norðurljósanna
josira, 22.3.2012 kl. 12:58
Ég elska þetta töfraundur veraldar, eins og þú Josira. Forréttindi að búa í nálægð þeirra ;)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.3.2012 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.