Er Ave María íslenskt ?

Í fréttinni kemur m.a. fram :

,,Víkingur Heiðar Ólafsson kom fram á athöfninni, en hann var tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009. Víkingur Heiðar lék tvö íslensk lög fyrir verðlaunaafhendinguna, Sofðu, sofðu góði og Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns."

Þar sem þetta kemur fram hér, langar mig að athuga hvort einhver viti söguna með þetta fræga lag; Ave María. Google er meira á því að þetta sé eftir Bach  og textinn eftir Schubert....hver veit þetta ?

Langar svo að grípa tækifærið hér og nú og fræðast um þetta. Frekar kjánalegt að segja að Íslendingur hafi samið þetta ef það er svo ekki alveg rétt eða maður veit þetta ekki almennilega.

Óska annars ML til hamingju með verðalunin fyrir bók sína ;)


mbl.is Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hafa margir samið lag við Maríubænina. Líklega er það frægasta útsetning Gounod á lagi J.S. Bach´s. En þetta lag sem Víkingur Heiðar hefur tekið upp á arma sína samdi Sigvaldi Kaldalóns við söngleikinn "Dansinn í Hruna" og þetta er því íslenskt lag.

Quinteiras (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 09:03

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Quintieras ;)

Hefur samt þótt lagið svo keimlíkt hvoru öðru en nú ætla ég að Googla og sjá hvort ég finni það sem Víkingur Heiðar spilaði.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 10:07

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ave María Kaldalóns er ótrúlega falleg:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.3.2012 kl. 13:40

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Finn ekki Kaldalóns Evu Heimir ;(  Ef þú getur sent mér link, þá væri ég þér afar þakklát ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband