23.3.2012 | 11:55
Glæpahyski
Erum við það í augum bankanna sem treysta okkur ekki en við eigum að treysta þeim ? Rak augun í þrusugóða grein Arnar Gunnlaugssonar, byggða á hans eigin reynslu, sjá hér :
Stiklað á stóru, að þá hefur Örn verið í viðskiptum með fyrirtæki sitt í sama banka í mörg ár og nokkrar milljónir liggja þar að öllu jöfnu. Hann sótti um fyrirtækjakreditkort og þá fór bankinn fram á sjálfskuldarábyrgð á kortið. Óskaði þá Örn eftir að bankinn ábyrgðist skriflega innistæðu síns fyrirtækis en...því NEITAÐI bankinn !! Þykir Erni þetta til marks um að bankinn hafi ekki traust á sínum eigin bankarekstri og tek ég undir það sjónarmið.
Við eigum að treysta bankanum alveg blint, amk með innistæður umfram þessar frægu 20 þúsund Evrur hjá eintaklingum en sennilega ekki hjá lögaðilum..? En traustið þarf að sjálfsögðu að vera gagnkvæmt eins og Örn bendir réttilega á. Flott hjá þér Örn að þora að gera kröfur til bankans og ég vona að grein þín fái næga athygli til þess að umræða skapist um þetta í samfélaginu sem vissulega er þörf á. Vona að þú látir ekki undan kröfum bankans !!! Hættum að óttast bankana og förum fram á að okkur sé treyst. T.d. ætla Karen Millen og Hagar í mál við bankana, sem ég vona að fleiri geri og þori.
Bankar eiga ekki að drottna yfir viðskiptavinum sínum með ógnarvaldi og í fullkomnu ójafnvægi fyrir flest okkar. Við höfðum fæst okkar tök á að nota bankana eins og eigin heimabanka, það voru aðeins forréttindi örfárra að manni sýnist.
Smá pæling....fer sami banki ávallt fram á sjálfskuldarábyrgð þegar fyrirtækjakreditkort eru gefin út ? Líka hjá ,, stóru köllunum" ????
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.