20 ár- alltof langur tími !

Í frjálsu lýðræðisríki eru 20 ár of langur tími í embætti, hvaða embætti sem er, alltof langur. Ég tel að engum sé hollt né gott að sitja svo lengi í sama sætinu. ÓRG hefur staðið sig vel og hann mun geta gert mikið gagn áfram fyrir okkur, þó það sé á öðrum vettvangi. Þetta er því ekki neitt persónulegt. Þetta snýst um Forsetaembættið ekki um persónuna sem embættinu gegnir á hverjum tíma.

Ég vona að það komi framboð sem verða raunhæfur valkostur. Þá er hægt að halda kosningar, annars verður sitjandi Forseti sjálfkjörinn. Úrslit þeirra þurfum við svö öll að sætta okkur við, hvort sem við kjósum eða ekki og hvern svo sem við kjósum. Forseti fyrir næsta kjörtímabil verður Forseti okkar allra, hver sem niðurstaðan verður.

Ég vona síðan að sett verði í nýja stjórnaskrá að hámarkstími séu 2 kjörtímabil; 8 ár, í þessu embætti sem og öðrum.

Verum óhrædd við breytingar, þær venjast furðufljótt ;)

 


mbl.is 66% vilja nýjan forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri sammála ef sömu reglur væru látnar gilda um þingmenn !

8 ár.

Sumir þarna búnir að sitja allt, allt of lengi

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 18:35

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitð Birgir,

Og vel á minnst, meinti þá líka, allar opinberar áhrifastöður.

Heyrði að t.d. í Japan megi forstjórar stórra einkafyrirtækja ekki sitja í stólum sínum lengur en í 3 ár, til þess að reyna að komast hjá spillingu, óháð því hvernig viðkomandi hefur staðið sig. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, hef ekki Googlað neitt um það.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.3.2012 kl. 18:41

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég hélt að fyrstu fjögur árin á þingi væru til jafns við leikskóla.... Alla vega hvernig þetta fólk hagar sér þarna niður frá.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 24.3.2012 kl. 22:20

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innitið Sigrún,

Svo taka þau hraðferð næstu 4 árin og klára námið með glans...LOL

Ekki hægt að vera lengur en 8 ár og skil ekki hvernig þeim sem eru þar lengur tekst það, alltof mikið þras og skætingur. Ætli maður yrði ekki gráhærður með det samme...

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.3.2012 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband