25.3.2012 | 15:27
Ánægjulegt
Að lesa svona frétt, enn ein jákvæða fréttin um velgengni íslenkrar menningar-og listar. Á dögunum var ungur maður sæmdur BAFTA verðlaunum í kvökmyndagerð, muni ég það rétt. Einar Már fékk litla Nóbelinn um daginn ( áts, man ekki hvað þau verðlaun heita... ?) og mér þykir næstum eins og það líði ekki sú vika að fréttir af þessum toga sjást í fjölmiðlum og mjög áberandi eftir hrun og ég veit ekki hvort þeim hafi fjölgað eða ég veitt þeim meiri athygli frá hruninu 2008.
Vona að fleiri verði jákvæðir gagnvart því að opinbert fé fari í skapandi geirann, hvað sem það heitir hverju sinni; listamannalaun, rithöfundalaun eða annað. Þetta skilar sér tilbaka á einn eða annan hátt og verðmætin eru alvöru; ekki plat eða loft á Excel skjali.
Bók Hallgríms í 8. sæti á Amazon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.