27.3.2012 | 09:14
Skuldfærslur
Beint á bankareikninga heimilsmanna....er það lausnin sem greinarhöfundur er að leggja til og fara fram á ? Vissulega draumastaða allra fyrirtækja að komast beina leið í vasa fólks.
Annars skil ég þetta ekki alveg, vegna þess að ég hef heyrt að það sé einmitt tekið beint af reikningum fólks að þeim forspurðum. Að ekki séu sendir reikningar mánaðarlega fyrir þeirra hlut sem er mishár eftir því hver innkoma hvers og eins er.
Hvernig fengust svo nánar upplýsingar um mál mannsins sem um er rætt ? Veitti maðurinn umboð til þess að persónulegar upplýsingar uppá krónu, færu í fjölmiðla frá TR ? Eða er alveg óþarfi að fá skriflegt leyfi víst um eldri borgara er að ræða ? Hvað ætli Persónuvernd segði við þessu ?
Þurfa ekki öll fyrirtæki í rekstri að taka þvi að tapa stundum ? Fram hefur komið að ríkið greiðir 22 þúsund per sólarhring með hverjum heimilsmanni, það eru svakalega háar upphæðir. Ca. 660 þúsund krónur á mánuði og fólk fær ekki einu sinni að velja hvað það borðar !
Með allar þessar nánu upplýsingar um fjárhag mannsins, er það svo á sama tíma leyndarmál hvaða heimili um ræðir ? Hversvegna má það ekki koma fram líka ? Og hver skipar þeim að draga manninn fyrir dóm ???? Það ættu allir orðið að vita að það er hægt að afskrifa skuldir, sé vilji til þess.
Heimili biður um gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hjúkrunarheimili er jafndýrt á að vera og fínasta hótel! Við viljum endilega vita heiti þessa hjúkrunarheimilis
óli (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 10:43
Já því miður sýnist svo Óli. Eitthvað skrítið hvað okrað er svakalega á þessum heimilum og þau fá hvorki að ráða hvað þau borða eða klukkan hvað ! Að auki þurfa það að borga matinn, þó svo þau mæti ekki í hann. Það eru að vísu einhver nokkur skipti per ár sem fólk má fá ,, frí" frá matnum, en verði dagarnir fleiri en þeir fáu ,frídagar" fást ekki fleiri það árið.
Og auðvitað á að birta nafn þessa heimilis. Það er svo gott sem búið að birta mynd af manninum sem skuldar þetta, sé eitthvað að marka fréttina. Ætli sagan sé bara uppdiktuð ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 27.3.2012 kl. 13:13
það er mikill ósómi hvað okrað er á eldra fólki í þessu landi. Íbúðir fyrir eldri borgara sem boðnar eru til kaups, eru yfirleitt 20-40% yfir verði á jafn góðum almennum íbúðum. Þetta er m.a. fóðrað með sérþjónustu fyrir íbúana, en sú þjónusta er oftast ekki mikil að vöxtum. Annað er eftir þessu. Til dæmis var það undarleg ráðstöfun hjá Reykjavíkurborg að hækka aldurstakmark fyrir afslátt eldri borgara á strætómiðum, úr 67 árum upp í 70 ára aldur. Þetta þýðir tekjutap fyrir Strætó, færri eldri borgarar nota vagnana, og fleiri aka eigin bíl, jafnvel fólk sem er illa fært um akstur sakir hrörnandi sjónar, og annars sem leiðir af hækkandi aldri.
óli (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 13:42
Já það er víða pottur brotinn. Og með eldri borgara, það er svona næstum eins og viðhorfið sé að óþarfi sé að þau eigi pening og ákveði sjálf hvernig honum er eytt. Samt eru lang flestir með fullt fjár-og sjálfræði en oft komið fram við það eins og ef svo væri ekki.
Slæmt að Strætó breytti þessu og ég man ekki með hvaða rökum það var gert. Eftir vissan aldur að þá skylst mér að fólk þurfi að fara nokkuð oft í sjónmælingu til að halda ökuskírteini, gott ef það er ekki árlega eftir 80 ára.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 27.3.2012 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.