Hávær þögn Samherja

Að það skuli ekki enn vera komin yfirlýsing frá Samherja um að húsleitin sé óskiljanleg, engin lög hafi verið brotin. Eða að ,,annarlegar hvatir" hljóta að liggja að baki og fleiri kunnugleg stef.  Ekki neitt. Ekki bofs. Hvað veldur þögninni ?

Gott að Kastljósið okkar sé svona öflugt. Á sama tíma er leitt að fréttamenn þurfi til að eftirlitskerfi okkar, sem við borgum háar fjárhæðir fyrir, skuli drífa sig af stað. En hvernig komast fréttir um húsleitir alltaf svona fljótt í fjölmiðla ? Hver hringir ? Og hversvegna ?

Þetta skýrist vonandi betur í Kastljósinu í kvöld.


mbl.is Húsleitir standa enn yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kastljós ≈ ríkisstjórnin ≈ Seðlabankinn.

Þetta hljómar ekki vel í mínum eyrum. Og tímasetningin er, tja, gæti varla verið betri fyrir suma.

Vonandi þarf ekki að gera húsleit í forsætisráðuneytinu eftir skjaldarummerkjum forsætisráðherra. Þá gætu kosningaloforð Steingríms J. Sigffússonar fundist fyrir slysni í þeirri leit. Og það kæmi sér afar illa. 

Gunnar Rögnvaldsson, 27.3.2012 kl. 15:32

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Gunnar, já það má evt segja að tímasetningin sé sérstök en það þarf heldur ekki að vera eitthvert samsæri. Hafi þeir gert eitthvað rangt þá er fínt að það komi í ljós þykir mér. Annars er ég leið yfir eftirlitsgeiranum sem við borgum stórfé fyrir. Þeir hafa haft mörg ár til að kanna þetta og ég hef heyrt að sjómenn séu búnir að kvarta undan þeim í mörg ár en ekki á þá hlustað.

Á eftir að horfa á Kastljósið í kvöld.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 27.3.2012 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband