28.3.2012 | 10:14
Varasamt lánatilboð
Íslandsbanki er núbúinn að bjóða fasta 4,10% vexti á ný húsnæðislán með vaxtaendurskoðunárkvæði, vá hvað þetta er langt orð. Jæja, það bjóða þeir án efa vegna þess að þeir telja sig sjálfa græða á því. Stórefast um að þeir telji væntanlega lántakendur græða á því, það er amk ekki venjan.
Ég vona að fólk falli ekki í freistni með að taka slík lán. Sama var í í boði fyrir hrun og það leit ekki vel út þegar þeir bankar sem þá höfðu veitt slík lán, ætluða að nýta sér ákvæðið í lánasamningum. Þá var fallið frá því en það er auðvitað ekki hægt að treysta á að það verði gert aftur.
Nú er verðbólgan á hraðri uppleið, og það veit Íslandsbanki. Allir spá þeir tveimur stýrivaxtahækkunum til viðbótar á þessu ári. Og á því græða þeir vegna verðtryggðu lánanna sem eru með öllu áhættulaus. Fyrir þá.
Hér er fréttin um tilboðið :
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/03/22/islandsbanki_laekkar_husnaedisvexti/
Verðbólgan 6,4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.