Skamm Prófessor !

Ekki þykir mér fallegt að tala svona um fólk sem flosnað hefur uppúr námi eða hefur verið svo ólánsamt að alast upp við erfiðar heimilisaðstæður. Kannski er það þessvegna sem meira mál er gert úr því þó þau misstigi sig smávegis ?

Er það svona sem talað er við fólk í viðtölum hjá fagfólki ? ,, þú ert bara lúser", er það sagt beint í andlitið á fólki sem þarfnast aðstoðar ? Eða er bara þannig um það fólk talað þegar það heyrir ekki til; sett í skýrslurnar ? Ég hef aldrei skilið það af hverju fólk er kallað lúser. Engin samúð sem fygir því, heldur eins og hvert annað fantaskot á fólk.

WHO skilgreinir heilbrigði sem líkamlegt, andlegt og félagslegt. Væri þá, samkvæmt þessu eðlilegt að kalla fólk sem glímir við ýmsan líkamlegan og andlegan vanda fyrir ,, heilbrigðis lúsera " ? Þætti það við hæfi ??? Mér þykir merkilega lítið gert með mikilvægi félagslegs heilbrigðis og þessi lýsing Prófessors ekki líkleg til þess að efla þann þátt í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Falla hvítfliibbarnir líka undir það að vera ,,félagslegir lúserar", því ekki nenna þeir að fylgja öllum reglum eða siðferði mjög strangt. Gékk þeim eitthvað endilega glimrandi vel í skóla og bjuggu við svaka happý heimilslíf í æsku ? Eða skiptir klæðaburðinn máli svo þeir sleppi undan stimpli Prófessorsins ?

 


mbl.is Slóð afbrota „félagslegra lúsera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist þetta vera lýsing á 4flokknum
-
"„Félagslegir lúserar tóku sig saman og mynduðu gengi þar sem gildum var snúið á haust, sá sem braut mest af sér var leiðtoginn og svalastur og aðrir unnu sig upp í áliti með afbrotum,“ sagði Helgi og bætti við að þarna fengu þeir virðingu, uppreisn æru og tilgang með lífi sínu. „Þetta eru mennirnir sem eru líklegastir til að vilja ganga í samtök sem þessi.“"

DoctorE (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 11:30

2 Smámynd: Sævar Óli Helgason

„Félagslegir lúserar tóku sig saman og mynduðu gengi þar sem gildum var snúið á haust, sá sem braut mest af sér var leiðtoginn og svalastur og aðrir unnu sig upp í áliti með afbrotum,“

Þetta er rétt hjá þér...!

Sérstaklega þetta með heilbrigðið... Og spurning um hvort einhver, stofnun eða embætti, hafi yfirumsjón með hegðun og orðum þessarar stéttar svona svipað og landlæknir hefur yfir læknum... Því að þessi ummæli "menntamannsins" minna einum of mikið á ummæli einstaklinga í BNA um "negra-" vandamálið o.sv.fr... Sem þykja núna í dag hafa sýna fordóma viðkomandi stéttar og einstaklinga gagnvart ákveðnum þjóðfélagshóp/hópum...

Það er eins gott að koma aldrei nálægt þessum manni eða hans samverkafólki... Þ.e.a.s ef maður vill ekki vera kallaður "lúser...!" Þó að það væri kannski þörf fyrir það hjá einhverjum þá efast ég um að einhver þurfandi vilji nokkurntíma koma nálægt þessu fífli...!

Sævar Óli Helgason, 28.3.2012 kl. 11:30

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Áhugavert sjónarmið DoctorE og takk fyrir innlitið.

En það er kannski að það megi ekki nota slíka stimpla á velklædd fólk sem kemur vel fyrir ? Ekki alveg nógu fínt...

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 28.3.2012 kl. 11:40

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já Sævar, hann á vonandi eftir að biðjast afsökunar á þessum fordómafullu og grimmu lýsingu. Verður samt varla létt, því ekki virðist hann hafa sagt þetta óhugsað í fljótfærni. ,,Einbeittur brotavilji" hjá honum að mér sýnist.

Einhvernveginn þykir mér liggja í þessu hjá Prófessornum og evt fleirum sem ganga um og voga sér að kalla fólk lúsera sem stendur höllum fæti á einvhern hátt, að það sé svo þægilegt að gera ekki neitt, bara einn stimpill og dómur : ,, þú er félagslegur lúser" og þar með er keis klósed og óþarfi að gera nokkuð fyrir þá manneskju. Ég hef sjálf heyrt félagsráðgjafa lýsa skólstæðingum sínum og það var í sama stíl og þetta, því miður. Það er nokkur ár síðan, ca. 6 eða 7. Mér blöskraði mjög hvernig viðkomandi gat leyft sér að ausa úr eigin pirring með því að hrauna yfir fólkið sem skaffaði henni lifibrauð sitt að auki !!! Að vísu við eldhúsborð í heimahúsi, en skítlegt og grimmt hjartalag gagnvart þeim sem þurftu aðstoð. Enda er ég ekki sátt að VG í Borginni vill ekki að góðgerðarsamtök annist um okkar minnstu bræður, heldur eigi það eingöngu að vera í höndum ,, fagaðila"....

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 28.3.2012 kl. 11:52

5 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Ég verð nú að segja að mér finnst þessi skrif hjá ykkur vera svolítið í þá átt að setja umræðuna á haus - ég gat ekki séð betur við lestur greinarinnar en að þar væri verið að vísa í könnun um að þeir sem væru í þessum gengjum hefðu þennan bakgrunn - en ekki verið að dæma alla þá sem eru fátækir og koma úr þeim geira samfélags sem einhverja gangstera, því vissulega og sem betur fer eru mjög margir þeirra góðir og nýtir borgarar.

Eyþór Örn Óskarsson, 28.3.2012 kl. 12:44

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir komment þitt Eyþór,

Það sem mér þykir aðalmálið er að Prófessor noti svo niðrandi lýsingu, að hann vogi sér að láta út úr sér að fólk sé ,, félagslegur lúser". Það er ekki fallegt og hvað þá hvetjandi fyrir fólk sem sér sjálft sig eða ástvini sína í einhverri lýsinga hans, að reyna að fá stuðning inní líf sitt.

Á pressan.is er ömurlegt frétt um afdrif unglinga sem hverfa. Lögreglan getur ekki gert neitt nema að formleg kæra berist. Kerfið allt fór á fullt í gær hjá Samherja ( sem er gott) við það eitt að Kastljós var að vinna efni um þá. Það þurfti enga formlega kæru til. Fékk á tilfinninguna við að lesa fréttina að evt liti kerfið á þessa unglinga sem ,,félagslega lúsera" og því þurfi ekki að bregðast við ?

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/ung-stulka-sem-lagdi-fram-kaeru-a-hendur-misyndismonnum-naudgad-oft-a-dag-i-marga-daga-i-husi-i-reykjavik

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 28.3.2012 kl. 12:53

7 Smámynd: Ásta María H Jensen

Það eru allir "félagslegir lúserar" sem geta ekki tekist á við samfélagsleg gildi. Þar falla allir þeir sem brjóta reglur samfélagsins hvort sem þeir eru "hvítflipar eða mótorhjólagengi. Það er hægt að verða "félagslegur vinner" með því að snúa blaðinu við.

Ásta María H Jensen, 29.3.2012 kl. 00:11

8 identicon

Hér þarf að koma leiðréttingu á framfæri.  Vitaskuld eru þeir margir sem verða á einhvern hátt undir í samfélaginu.  Þetta er ekki gleðilegur viðburður, en eigi að síður staðreynd.  Margt af þessu fólki lifir sínu lífi í sátt og samlyndi við aðra og innan ramma laga og réttar samfélagsins.  Þeir eru hins vegar til sem kjósa að feta aðra braut.  Velja braut afbrota og glæpa.  Þar eru þessir svokallaðir "lúserar" að finna.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband