31.3.2012 | 10:50
Nammigrísir
Hvernig ætli standi á því að við borðum svona mikið nammi ? Og ís líka. Allan ársins hring, sama hvernig viðrar. Slæmur vani eða eitthvað við kuldann og myrkrið sem gerir að við sækjum svo í sætindi ?
Ég skil ekki verðlagningu baranna. Kílóið ca. 2500 og uppí tæp 3000, ég ætti að þekkja það.. ! Allavega, maður pakkar þessu sjálfur. Að vísu fær maður skaffaðan þunnan poka til að pakka í, en það er ekki sami kostnaður og við vandaðri litprentaðar umbúðir sem allt annað nammi er í. Samt er algengast að pakkað sælgæti í hillunum, líka smánammi eins og hlaup og fleira sem er á börunum í kringum 1500 per kíló. 7 daga vikunnar að vísu, enginn ,,afsláttur" á því á Laugardögum. Er mögulegt að búðirnar hafi verðið tvöfalt hærra 6 daga vikunnar til þess að þurfa ekki að fylla á barina og sinna þeim nema á Laugardögum ?
Nammi selt hér í tonnavís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem ég skil alls ekki í þessu eru forsendur þess eða forsenduleysi af hverju sælgætið kostar tvöfallt meira alla daga aðra en Laugardaga. Ætla mætti að það væri búðunum kappsmál að selja sem mest alla daga.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.3.2012 kl. 11:09
Alveg sammála Axel, þær ættu að vilja selja af b0rnum 7 daga vikunnar. Er þetta ekki bara blekking með verðið sem svínvirkar ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 31.3.2012 kl. 12:05
Veit ekki með ykkur, en ég hef séð fólk hnerra, frussa og í örfá skipti hrækja í nammibar. Sama með hlaðborð.
Vegna þess kaupi ég ekki nammi úr nammibar og lít ekki við hlaðborði nema ég sjái fyllt á það.
En hey, each to their own.
Tómas Waagfjörð, 31.3.2012 kl. 14:59
Það er ekki gott að heyra Tómas og hver veit nema það sé jafn mikið hnerrað yfir matinn okkar og nammi í verksmiðjum og í eldhúsum þegar við sjáum ekki til...,,af misjöfnu þrífast börnin best" ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 31.3.2012 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.