31.3.2012 | 20:55
Launalaust frí
Á meðan kosningabaráttu stendur, bjóði hún sig fram ? Það langar mig að vita með alla frambjóðendur. Held að það fái amk ekki allir á hinum frjálsa vinnumarkaði að halda vinnu sinni og fullum launum og sinna henni ekki í jafnvel nokkra mánuði vegna anna við framboð. Eða er það kannski þannig í jafnræðinu okkar ? Eða eru það forréttindi fárra að sá háttur geti verið á , og þá sérstaklega opinberra starfsmanna og já, Alþingismanna um leið, þegar kosningaslagur stendur yfir. Eða er óþarfi að spá í svona atriði ?
En gangi henni vel, þetta er að sjálfsögðu ekki persónulegt.
Engin áhrif á mögulegt framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott hjá þér að benda á þetta.
Á frjálsa vinnumarkaðnum þurfa stjórnendur sem ráða sig í vinnu annarsstaðar að hætta í gömlu vinnunni sinni. Það er bara svo einfalt.
Einungis hjá "Hinu opinbera" getur fólk í æðstu stjórnunarstörfum farið "í leyfi" til annarra starfa.
Marta B Helgadóttir, 2.4.2012 kl. 21:47
Og það er ekki persónulegt í garð neins einstaklings ;)
Marta B Helgadóttir, 2.4.2012 kl. 21:47
Takk fyrir þetta Marta.
Og ég leyfi mér einnig að efast um að ef einhver ,,venjuleg" manneskja sem væri launþegi á frjálsum markaði, fengi full laun og héldi starfi sínu áfram þó viðkomandi hefði engan tíma til að mæta né sinna starfi sínu vegna framboðs til stjórnmála eða Forsetaframboð. Þetta misrétti , arg..! Á meðan aðrir eru ekki einu sinni spurðir hvernig þeir geti sinnt starfi sínu og framboði á sama tíma.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.4.2012 kl. 11:52
Ekki hef ég miklar mætur á þessu stöðugildi, en ef á að kjósa myndi ég upp úr þessu öllu vilja kjósa einvhern average Joe íslending - enda er sæmir það hlutverki stöðunnar. Hef ekki séð neinn average Joe í framboði enn sem komið er - en þá er hængurinn líka sá að average Joe íslendingar myndu ekki kjósa neinn average Joe.
Jonsi (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 22:31
Bara fínt að hafa marga í framboði held ég, það er svo mismunandi hvern fólk vill sjá næstu 4 árin ( eða 20 eða 16 ?) á Bessastöðum. Lýðræðið hefur svo sinn gang þegar við kjósum og það verður Forseti okkar allra, ekki bara þeirra sem kjósa þann sem sigrar.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.4.2012 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.