Aprílgabb

Er ekki best að vona það bara. Svo mikil hækkun á svo stuttum tíma virkar ekki trúverðug amk.

Eða hvort þetta sé bakdyraleið til þess að losna við flugvöllinn úr Reykjavík með því að slátra innanlandsfluginu með verðhækkunum.

Hagstofan er nýbúin að tilkynna að kaupmáttur sé sá sami nú og árið 2004. Ætli innanlandsflugfélög hafi þá reynslu að flug sé jafn mikið notað nú og þá ?


mbl.is Flugsamgöngur ekki fyrir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"samkvæmt samgönguáætlun stjórnvalda til ársins 2014 sem samþykkt var um áramótin er stefnt að 71-72% hækkun lendingar- og farþegagjalda á Reykjavíkurflugvelli"

Mann setur bara hljóðan. 70% hækkun!? Hver eru markmið þessarar ríkisstjórnar hvað varðar flugsamgöngur? Það kom nýverið fram að flugbransinn á Íslandi skilar meira í þjóðarbúið (6,6% af GDP) en hjá öðrum þjóðum. Flugbransinn í Finnlandi kemur næst á eftir og skilar 3%

http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27962

Það hefur löngum verið lenska að ríkið ver tekjum af flugstarfsemi á Íslandi í eitthvað allt annað en að standa undir grunnstoðunum. Svo var talað um "fortíðarvanda" flugstöðvarinnar í Keflavík. Það er búið að bólstra stjórnsýsluna of mikið og menn eru búnir að tapa sjónum á því hvor starfsemin á að þjóna hinni.

Ingvar T (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 14:16

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Vonandi er það bara rétt hjá þér, Hjördís, að þetta sé bara gabb. En hvort sem það er eða ekki, þá hefur almenningur bráðum ekki efni á að fara á milli staða yfirleitt. Rútuferð á milli landshluta er mjög dýr kostur og allir sem eitthvað ferðast vita hvað það kostar að fljúga. Ég þarf að kaupa mér reiðhjól og leggja bílgarminum eigi ég að fara um með þokkalegri samvisku. Slíkt er bara ekki í boði í bili, þar sem ég bý við nákvæmlega engar almenningssamgöngur og þarf um nokkurn veg til að kaupa nauðsynjar.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 1.4.2012 kl. 15:11

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Algjört rugl ef rétt er Ingvar.

En veistu hvernig það er, á ríkið að verja öllum tekjum af fluginu og í viðhald og uppbyggingu flugvalla ? Er þetta enn einn nefskatturinn sem ratar ekki rétta leið ? VOna að fólk fari varlega í að styðja hugmyndir um að láta ferðamenn greiða auka skatt við að skoða landið okkar. Okkur er sagt að þeir fjármunir verði notaðir í göngustíga ofl á þeim svæðum sem mikið eru skoðuð. Og hver trúir því virkilega að það verði gert...??? Ekki fær RÚV nefskatt sinn, ekki fá vegirnir bensíngjaldið..

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.4.2012 kl. 16:33

4 identicon

Sorry Hjördís !

Aprílgabb MBL er á fasteignasíðunni, í fasteignaleit/Bessastaðir.

Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 16:34

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg rétt Anna Dóra, það styttist í að fólk þurfi að hjóla eða ganga allra sinna ferða. En...þá hækka skattar á reiðhjól og gönguskó um þúsundir prósenta með det samme...það skal enginn ná að bjarga sér..!

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.4.2012 kl. 16:36

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Höldum í vonina að þau hafi verið nokkur hjá MBL Kristinn...þetta og svo 10 þúsund kallinn með DO og svo það sem þú bendir á...finn það ekki , ertu með link ? Eru Bessastaðir auglýstir til sölu ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.4.2012 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband