,,Öruggt skjól" 3/10´08

http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=X201000048&Domur=2&type=2&Serial=1&Words=

Brot úr dómnum, símtöl:

,,Að morgni þessa dags,( innskot HV, Föstudagur 3.október)  kl. 09.39, hringdi Karl Einarsson, deildarstjóri fjárstýringardeildar sóknaraðila, til Birgis Guðfinnssonar, þáverandi forstöðumanns á eignastýringarsviði Landsbanka Íslands hf., og óskaði eftir því að „flytja […] eignastýringuna [...], fjóra milljarðana, yfir í innistæðubréf í Seðlabanka“, svo vísað sé til endurrits af símtali þeirra. Birgir féllst á beiðnina, en spurði Karl um leið hvort ætlunin væri að vera áfram í eignastýringu, og játaði Karl því. Af símtalinu má ráða að Karl hafði nokkrar áhyggjur af þróun fjármálamarkaðarins og vildi hafa fjármuni sóknaraðila í góðu skjóli. Fylgdi hann beiðninni eftir með rafbréfi til Birgis nokkrum mínútum síðar. Stuttu síðar, kl. 10:04, hringdi Birgir í Karl og tjáði honum að innstæðubréf Seðlabankans væru uppseld. Ræddu þeir um aðra kosti í stöðunni og varð að samkomulagi að í stað innstæðubréfanna yrðu keypt Sparibréf Landsbankans, sem var sjóður með ríkisverðbréfum hjá varnaðaraðila. Taldi Birgir að Sparibréfin væru „varfærnislegri“ en aðrir kostir sem ræddir voru, enda væru þau 100%  ríkisbréf. Þegar Karl spurði hvort eitthvert „hökt“ gæti komið til vegna þeirra bréfa svaraði Birgir orðrétt þannig: „Nei sko sérstaklega ef að það kemur meiri túrbúlans, einhverjar slæmar fréttir um helgina, eða næstu viku sko, þá er það, þá ertu, þetta er reyndar T plús einn á þessu, þannig að við munum græja kauppöntunina núna og innleysa peningabréfin eftir helgi sko.“ Svaraði Karl þessu þannig: „Já. Einmitt“, og síðar „Já nákvæmlega. Heyrðu græjum þetta.“ Í kjölfarið sendi Karl svohljóðandi rafbréf til Birgis: „Þetta er ljómandi leið við flytjum okkur til í eignastýringunni yfir í sparibréf – sem eru ríkisbréf. Öryggið í fyrirrúmi.“

,,Tók hann fram( innskot HV, starfsmaður bankans)  að eftir á að hyggja hefði verið skynsamlegra að innleysa Peningabréfin strax og geyma andvirði þeirra á bankabók fram yfir helgina. Hann hefði hins vegar ekki grunað það sem fór í hönd."

Vá, ef það er ekki hægt að sigra banka með upptökum af símtölum, skýrum fyrirmælum...hvernig er það þá hægt ? Og af hverju var bankinn óviss um öryggið 3.október, á sama tíma og okkur var sagt að allt væri í gúddí ennþá ? Og bankamanninn grunaði samt ekki neitt, samt talað um að koma fénu í ,,öruggt skjól, ríkistryggt !  Og að slæmar fréttir gætu komið yfir helgina. En það væri áhugavert að vita hvernig Borgin grunaði að allt væri að sökkva...fékk hún upplýsngar sem aðrir fengu ekki ??? Hvað olli panikinu þennan Föstudagsmorgun,3.október 2008  ? Og tókst einhverjum, t.d. hjá Borginni eða bankanum að bjarga sínu með þeim upplýsingum sem ekki stóðu nema fáum til boða ? Ef svo, þá hverjum ?? Eigum við ekki rétt á að vita það ??? Áttu ekki allir rétt á öruggu skjóli ???


mbl.is Borgin tapaði máli gegn Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glitnir var yfirtekinn af íslenska ríkinu þann 29. september, þannig að það vissu allir að eitthvað mikið var að ske fyrir 3 október.

Það er ekki hægt að sigra banka með upptökum af símtölum og skýrum fyrirmælum sem sýna að bankinn gerði eins og hann var beðinn um. Óljósar óskir um eitthvað öruggt skjól er ekki bón sem hægt er að vinna eftir, þetta var banki ekki úlpuverslun. Viðskiptavinurinn verður að segja nákvæmlega hvað hann vill að gert sé. Það gerði hann og bankinn framkvæmdi eins og hægt var. "Þetta er ljómandi leið við flytjum okkur til í eignastýringunni yfir í sparibréf .." það verður varla skýrara.

sigkja (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 17:19

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

En okkur var samt sagt að enn væri allt ok með aðra banka og fjármálastofnanir. Man þetta kannski ekki nóg, ég var ekki á landinu þegar hrunið varð.

Ég hef evt skilið dóminn á annan veg en þú sigkja, Borgin stóð í þeirri trú að þetta yrði fært 3.október sem var svo ekki gert og svo afturkallað án skýringa , eða hvað ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.4.2012 kl. 17:27

3 identicon

"T plús einn" þýðir að viðskiptin fara fram næsta viðskiptadag eftir pöntun, sá dagur kom ekki. Borgin taldi að þetta yrði fært 6.október ekki 3. október (T plús einn) en bankinn var fallinn 6. október.

sigkja (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 19:25

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk sigkja en mér þykir samt augljóst að borgarstarfsmaðurinn vildi bjarga fjármunum og að bankinn hafi verið með á því. Mér þykir bankinn ekki heiðarlegur þarna.

En svo er annað sem ég hugsaði með þetta mál. Af hverju er borgarstarfsmaður sóló í svo rosalega stórri millifærslu og ákvarðanatöku með opinbera fjármuni ????

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.4.2012 kl. 23:45

5 identicon

Þarna var ekki um einhvern random borgarstarfsmann að ræða. Þetta var deildarstjóri fjárstýringardeildar. Þannig að maður mundi ætla að hann hefði einhverja þekkingu á fjármálaviðskiptum. Það var hann sem tók ákvarðanirnar, ekki bankinn. Og hann tók þær með sömu upplýsingar að vopni og starfsmaður bankans hafði. Það var enginn að blekkja þennan deildarstjóra fjárstýringardeildar, hann fór einfaldlega degi of seint í þennan björgunarleiðangur.

sigkja (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 11:59

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta en ég tel samt að hann hefði ekki átt að fá að dúllast einn með að ráðstafa 4,2 milljörðum af opinberu fé og að það hafi verið skýrt hvað hann bað um. Þetta var svo bakfært án skýringa..og svo var þetta gert að morgni og eitthvað sagt um reglur sé millifræt fyrir kl 16 sem átti svo ekki að gilda þegar á reyndi ...ég kannski hef ekki heilabú til að skilja þetta rétt ;)) Það er sem ég segi, það á ekki að hleypa konum frá eldavélinni og hvað þá á lyklaborð...;)))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 4.4.2012 kl. 17:06

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef hann vildi hafa peninga í góðu skjóli afhverju var hann þá að geyma þá í Landsbankanum?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2012 kl. 02:04

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Góð spurning Guðmundur.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 5.4.2012 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband