Liðstyrkur

Úr alveg óvæntri átt við nauðsyn á breytingu á kvótalöggjöfinni ! Takk DFFU/ Samherji !!!

Eru þeir sekir eða saklausir ? Með langt nef sem nær til Íslands og tilbaka aftur ? Eða eru þeir að segja satt og eru með vængi ? Það mun koma í ljós að ég vona sem fyrst.

Vonandi að nýtingarrétturinn verði skilyrtur mjög ítarlega og styttur úr fyrirhuguðum 20 árum í 5 með möguleika á framlengingu, sýni menn fram á að þeir standi sig 100%. Þetta útspil sýnir að þeim er ekki treystandi að fara vel með fiskinn okkar= okkar fjármuni. Á nú fiskurinn okkar bara að úldna, þar sem Samherji hefur engan annan ,,kaupanda" á reiðum höndum ?


mbl.is DFFU hættir viðskiptum við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni R

Sæl Hjördís

Ég hef alveg brennandi áhuga á að vita hvernig þú myndir gera út 5 togara, ef þú hefðir til þess 5 ár í senn. Einnig langar mig að vita hvernig þú myndir gera út 1 togara í 5 ár.

Eins finnst mér þessi skrif þín "  vel með fiskinn okkar= okkar fjármuni" lýsa almennings hugsjónum. Þegar veiðarfæri kemur úr sjó  er það ekki fullt af peningum. Það er fólkið sem vinnur í sjávarútveginum sem býr til peninga úr þessu hráefni og þeir sem hæst hafa um sjávarútvegsmál og eru mótfallnir núverandi kerfi fullyrði ég, hafa aldrei búið til pening úr fiski

Árni R, 5.4.2012 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband