Biðjist afsökunar

Og látið eiga sig að brúka kjaft með því að áfrýja. Sparið skattfé okkar. Þið hækkið hvort sem er gjöld ykkar til að ,,borga" sektina, sem auðvitað viðskiptavinir sem er ok að svína á, borga. Takk ;))
mbl.is Síminn áfrýjar niðurstöðu Samkeppniseftirlits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju á Síminn að biðjast afsökunar? Ef eitthvað skattfé hefði átt að sparast þá hefði Samkeppniseftirlitið átt að klára málið fyrr en ekki 5 árum eftir þetta átti að eiga sér stað (2001-2007). Það eru ekki lengur sömu eigendur eða stjórnendur að Símanum núna og þegar þetta á að hafa gerst. Fyrir utan það þá er þetta ótrúlega há upphæð fyrir eitthvað sem Póst- og Fjarskiptastofnun setur niður. Það er rétt, Póst- og Fjarskiptastofnun setur niður hver þarf að borga hverjum há tengigjöld, ekki símfyrirtækin sjálf.

Þetta lúkningar- eða tengigjald þýddi að Síminn var að borga Nova mun meira en Nova var að borga Símanum, þeas. þeir sem hringdu frá Símanum í Nova þurftu að borga hærra tengigjald heldur en þeir sem hringdu frá Nova í Símann. Þessi mismunur er enn til staðar þó hann hafi eitthvað minnkað. Þannig að ef einhver var að svína á einhvern þá voru það Nova og Póst og Fjar. Eftirlitsstofnanir á Íslandi eru engan veginn að standa sig og samkeppni þýðir víst að bara annar aðilinn má gefa allt frítt meðan hinn þarf að hlúta ofurlögum eða eiga hættu á að fá á sig kærur.

Virðist vera að alveg sama hvað Síminn hefði gert í þessu máli þá hefði hann fengið á sig kæru, annað hvort frá Nova fyrir að mismuna sér gagnvart hinum símfyrirtækjunum eða frá hinum símfyrirtækjunum fyrir að mismuna sér gagnvart Nova.

Bit-Shjari (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband