4.4.2012 | 16:10
Villandi fyrirsögn
Og upphafsmálsgrein fréttar að auki. Það er látið eins og ef 122 þúsund eigi að nægja fyrir öllum kostnaði í 1 mánuð. Þora þau ekki að segja raunverulega lágmarks kostnaðartölu ?
Reyndar eru ekki nema ca. 6 ár eða svo að talað var um að það ætti að vera hægt að lifa á 100 þúsund á mánuði og ég man að sá eini sem þorði að útlista það hvernig það ætti að ganga upp, var Pétur Blöndal Alþinigsmaður. Hver sú upphæð væri í dag veit ég ekki. Það sem ég man sem ráð frá honum, til þess að fólk ætti að ná að lifa mánuðinn á 100 þúsund krónum, var að leigja saman nokkri einstaklingar og lifa á loðnu.
Enn hef ég aldrei séð loðnu til sölu í matvörbúðum og skil enn ekki hvernig honum datt í hug að mæla með henni á matardiskinn... ;)) En hann þorði þó að svara spurningunni sem aðrir þorðu ekki svo ég muni.
Svo er annað sem ég hef ekki skilið. Það virkar á mig eins og að þeir sem hafa lítið á milli handanna, eigi sjálfkrafa að vera snillingar í fjármálum og ná að lifa á nánast engu. Samt er því fólki ekki boðið að mæta td. í Silfrið til að tjá sig um þjóðmál líðandi stundar, svo ekki sé nú minnst á fjármál almennings og þjóðarbúsins. Þeim sem er boðið að tjá sig um stritið, um skuldastöðuna, um afleiðingar hrunsins, um það að fólk sé að missa heimili sín ofl., er sennilegast ekki í þeirri stöðu sjálft. Hvernig á það að vera sérfrótt um líf sem það lifir ekki sjálft ?
Einstaklingur þarf 122.249 kr. á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
K.H.S., 4.4.2012 kl. 16:45
Takk fyrir að kíkja við Kári...var það loðnan sem freistaði ;)... ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 4.4.2012 kl. 16:58
Afsakaðu Hjördís hér tapaðist textinn. Ætlaði vað lýsa ánægju með færslu þína en aðeins grepputrínið skilaði sér.
Bestuv kveðjurK.H.S., 4.4.2012 kl. 18:11
Tók því þannig, takk ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 4.4.2012 kl. 19:45
þetta væri mér nóg sem einstæðri móður með 1 barn, ef húsnæðiskostur væri í myndinni!
Sem sagt 165000kr + 100000kr = 265.000kr
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.4.2012 kl. 03:05
Algjört bull, nema viðkomandi sé búinn að greiða húsaleigu og aðra helstu reikninga heimilisins, þá gæti 122 þús. kr. hugsanlega dugað. Hið opinbera apparat má heldur betur taka sér tak og læra að reikna og hætta þessu bulli.
Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 09:42
Alveg er loðnan hreint frábær varíant í annars viðburðasnauðu mataræði okkar smáfuglanna. Tek undir með ykkur nema við hjónin eigum fleiri munna að fæða.
Ragnar Kristján Gestsson, 5.4.2012 kl. 13:17
Menn verða að átta sig á því hvað er hér verið að reikna út. Þetta er viðmkið Umgosðmanns skuldaga gagnvart fólki í greiðsluaðlögun. Aðalbjörn talar hér um að þetta gæti dugað ef búið er að greiða húsaleigu og helstu reikninga heimilisins. Það er nákvæmlega það sem er viðmiðið í þessum tölum. Ef lesinn er textinn fyrir ofan þá má sjá eftirfarandi texta. "Gera þarf sérstaklega ráð fyrir föstum liðum í framfærslu s.s. rafmagni, hita, dagvistun, húsaleigu, fasteignagjöldum og fleiru samkvæmt greiðsluseðlum." Með öðrum orðum stendur þarna að þessir liðir séu ekki inni í þessum tölum.
Þara er um að ræða framfærsluviðmið fólks sem er í greiðsluaðlögun. Þessar upphæðir ásamt föstu liðunum sem taldir eru upp í textanum fyrir ofan töfluna eru dregnar frá tekum eftir skatt og afgangurinn fer síðan í að greiða af lánunum meðan greiðsluaðlögunin stendur yfir.
Sigurður M Grétarsson, 5.4.2012 kl. 14:35
eftir mikla umræðu í samfélaginu um þessa útreikninga finnst mér rétt að það komi fram að það er vel hægt að lifa af á þessu. Það er etv ekkert glamúrlíf, en það er vel hægt að lifa af á þessari upphæð og á minna. Þetta er spurning um að sníða sinn stakk eftir sniði.
Ég fæ t.d um 170/180þús á mánuði útborgað, þar af fara 115-120 í að borga alla reikninga. Eftir stendur þá 50/60 fyrir mig sem einstakling til þess að lifa af á. Ég á að vísu ekki bíl, svo stærsti útgjaldaliðurinn hefur verið tekinn út, en mér finnst nauðsynlegt að það komi fram að þetta er vel hægt.
Því auðvitað ætti fólk sem á annaðborð er komið í skuldaþrengingar og skuldaaðlögun að geta fórnað flottræfilshætti einsog að reka bíl. Bílaeign er nefnilega ekki mannréttindi heldur forréttindi.
Það að vera í "skuldaþrengingum" og eyða svo 50-100þús í bíl á mánuði er soldið einsog að halda því fram að maður sé blankur og borða svo á veitingastöðum öll kvöld.
brynjar (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 15:03
Takk fyrir þetta Brynjar.
Já það er hægt að láta sér lítið nægja og lifa af, en óskandi væri að þjóðfélagið væri með þann metnað að það sé ekki nóg að fólk detti ekki dautt niður af hungri.
Margir eru svo blankir að þeir fá afskrifaða milljarða en ég efast um að það haldi þeim meira heima við eldavélina, hvað þá á landinu. Ég ímynda mér að það þyki meira ok að slíkt fólk haldi í munaðinn heldur en þeir tekjulægri í tímabundnum erfiðleikum.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 5.4.2012 kl. 17:30
www.livingonadime.com er síða sem ég rakst á nýlega í netheimum. Á eftir að skoða hana betur sjálf og skráði mig á póstlista í gær. Engu á því að tapa vona ég.
Fínt að sjá hvort þarna séu sniðug ráð, hvort sem fólk þarf eða langar til að breyta eyðslumynstri sínu.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 5.4.2012 kl. 17:42
Sæl vertu Hjördís,
Flott grein hjá þér og athugsemdirnar og andsvörin eru líka flott, nema að ég verð að gera smá athugasemd varðandi athugasemd Brynjars hér á undan.
Málið er þannig vaxið að ég er ein af þessum atvinnulausu. Á mánuði fæ ég atvinnuleysisbætur um 140 þúsund útborgað, þ.e.a.s eftir skatt, en þegar ljóst var að ég þurfti að fara á bæturnar þá neyddist ég til að selja bílinn minn og setja húsbréfin mín á frystingu sem þýðir bæði að ég borga vextina af þeim seinna meir, en fæ engar vaxtabætur á meðan þau eru í frystingu, þrátt fyrir að vextirnir verði margfaldir þegar frystingunni verður aflétt (því að þak er á greiðslu vaxtabóta til einstaklinga og hjóna pr. ár !)
Af þessum tekjum borga ég a.m.k. 110 þúsund í reikninga (fasteignagjöld, húsgjöld, hiti/rafmagn, samgöngur, lyf, tryggingar, föt og annað tilfallandi) en nota bene, þá verð ég að eiga nokkra tugi þúsunda fyrir tilfallandi kostnað, eins og t.d. lækniskostnað, afmælis- og fermingargjafir, símakostnað og margt fleira er hægt að telja.
En heila málið er það að ég get langt í frá lifað á þessu ef ég væri EKKI með húsbréfin mín í frystingu, þ.e.a.s. að borga heilar 80-90 þús á mánuði, en ef ég tæki upp á því að selja íbúðina mína þá myndi það þýða að ég færi á götuna og þyrfti að leigja mér íbúð, sem jafnvel væri verðlögð 120-150 þús á mánuði !
Hvar væri ég stödd ef ég hefði verið svipt íbúðinni minni og e.t.v. skikkuð til að leigja hana á tvöföldu húsbréfavirði !!
Svona er Ísland í dag, og þrátt fyrir að vera í sífelldum atvinnuviðtölum og sendandi CV fram og til baka þá finnst mér eins og vinnumarkaðurinn sé orðinn mun fordómafyllri gagnvart þeim sem hafa verið langtímaatvinnulausir enda hef ég heyrt sögur um að atvinnurekendur séu hættir að auglýsa ný stöðugildi, heldur hafi samband við ráðningarskrifstofur og setji það í forgang að ráða fólk sem er að SKIPTA UM VINNU !
Fátækur sem nær varla endum saman (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 19:21
þessar tölur 122 þúsund er bara til að hæðast að fólki. Ég vil ekki segja neitt mjög neikvætt um Pétur Blöndal Stórþingmann á Íslandi, en ég var einn sem hjálpaði honum að lána fólki á 10% vöxtum á mánuði. Það voru ýmist ávísanir og stundum skuldabréf. Hvernig hann koma Kaupþingi í gang, alveg blankur í Húsi Verslunarinnatr á sínum tíma, er með ólíkindum einn versta efnahagsglæpasaga í Íslandssögunni.
Pétur er úr öllum tengslum við raunverulegt líf. Honum kemur það ekki við og það hefur aldrei skeð eina mínutu í hans lífi að honum hafi ekki verið nákvæmlega sama um alla aðra enn sjálfan sig. Mér finnst fínt að hann skuli vera þingmaður og ekki neinn bankamaður. Það sem hann hefur ekkert vit á, eru peningar. Fyrir honum eru peningar völd og ekki samskiptamiðill. Þess vegna var honum alltaf illa við að lána fólki peninga ef það gat borgað til baka...það voru misheppnuð viðskipti í hans augum...
Óskar Arnórsson, 9.4.2012 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.