4.4.2012 | 18:01
Fagnað með látum
Þannig er því líst á pressan.is og á dv.is og að fullt hafi verið í Hafnarborg af ánægðum stuðningsmönnum Þóru.
Merkilegt hvað þessu er líst mismunandi á milli miðla, samt af fjölmiðlafólki. En svona er nú fólk misjafnt, allir sjá ekki hlutina eins. Myndin með fréttinni hér virkar eins og það séu helst blaðamenn á staðnum. Og svo er það með þessi like sem eru svo fá á tveimur öðrum fréttum um málið... en rokka upp og niður...hvað er málið með þau ?
En gangi henni vel. Tel að sama hvað fólk muni kjósa, að þá þarf enginn að skammast sín fyrir hana sem andlit þjóðarinnar hér heima og erlendis, nái hún kjöri. Hún verður án minnsta vafa mjög jákvæð ímynd útí hinum stóra heimi af ýmsum ástæðum. Það er ég sannfærð um. Menn eiga eftir að hrista hausinn útí heimi yfir því hvað við höfum náð langt á ýmsum sviðum með jöfn tækifæri. Og svo verða um stund að minnsta kosti, tvær konur sem fara með tvö æðstu embættin. Man ekki að þannig sé það eða hafi verið í öðru landi. Svo Jóhanna, tórðu amk fram yfir Forsetakosningar !! Heimsfrétt bara það eitt, sé þetta rétt hjá mér. Og svo ef við sigrum Euro í vor og Harpan ready...vá þá fer þjóðin um leið á 2007 flug og uppúr kreppunni á svipstundu !!!
Þörf fyrir nýjan tón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var á staðnum og það var troðfullt út úr dyrum af allavega fólki og jú, auðvitað fjölmiðlarnir sem stóðu fremst. En þeir voru bara örlítill hluti allra sem voru þarna. Mikil gleði í gangi.
Ibba Sig., 4.4.2012 kl. 23:52
ég mun kjósa Þóru :-)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.4.2012 kl. 00:13
Kannski að blaðamaður Moggans hafi bara ekki tekið eftir fjöldanum Ibba og ekki ljósmyndarinn heldur....?
Eða þá að Þóra á ekki uppá pallborðið hjá Mogganum ? Hvernig læt ég, fjölmiðlar eru jú hlutlausir... ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 5.4.2012 kl. 17:05
Það líst mér vel á að þú gerir Anna Benkovic ;D
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 5.4.2012 kl. 17:12
Er ekki komið nóg af þessu sjónvarpsfólki? Ég er þess fullviss að Þóra er til margra hluta fær og vel gefin en þegar hugurinn stefnir til alls þessa fólks sem hefur byrjað sinn embættisferil þrábeint úr sjónvarpinu tel ég mig fullsaddan. Leyfum alþýðunni að komast að því að forsetinn á að vera fyrir alla en ekki valinn úr baklandinu eins og þeir kallaða sem trúlega er gamla góða klíkan.
Með bestum kveðjum, Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 00:37
Það eru fleiri í framboði B.N., svo það er úr nægu að velja á milli. Hún er sú eina sem kemur úr sjónvarpi sem ætti ekki að gera það að verkum að hún megi ekki bjóða sig fram. Það eru t.d. tvær óþekktir almenningi í hópi frambjóðenda, án efa einnig frambærilegir.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.4.2012 kl. 12:55
Það er vissulega rétt að það megi koma manneskja frá sjónvarpsumhverfinu og gefa kost á sér til forseta. Elín Hirst var nefnd um daginn og fullvíst er að Þóra gefur kost á sér. Ég myndi þó alveg þagna ef Brynja gæfi kost á sér líka úr sjónvarpsgeiranum. Hún er svo falleg og gáfuð og tók sig flott út í Útsvari núna síðast. Áfram Brynja.
Núna vantar bara karlahlutann úr Kastljósi Jóhannes, Helga og Sigmar Þá ættum við ekki að þurfa að kvarta yfir úrvalinu.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
P.S.
Það hefur lengi verið mín leynilega skoðun sem ég ætla ekki að gefa upp að fjórðavaldið sem eru fjölmiðlar að fólkið innan þess geira á ekki að geta gefið kost á sér vegna forgjafar sem það fær í auglýsingum af því að það er stöðugt í stofunni heima hjá manni í gegnum sjónvarpið sem dæmi. Þetta er þjóðaröryggishagsmunir fyrir lýðræðið eins og ég sagði mun ég engum segja þessa skoðun mína.
B.N. (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 15:09
B.N. þú ert að upplýsa leyndarmál þitt á opnu bloggi...he he he en ok, ég lofa að segja engum...
Já, það er mismunandi hvað fólki finnst um þetta allt saman. En ég tel að allir sem vilja eigi að fá að bjóða sig fram. Það sem skiptir máli í framhaldinu er að fjölmiðlar gefi öllum frambjóðendum sama pláss, þannig að við fáum að kynnast þeim öllum jafnmikið og svo valið út frá því.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.4.2012 kl. 16:15
Hvað veldur því að fólk vill gerst forseti Íslands?
Á forsetinn ekki að vera einskonar andlit Íslands og snæða með kóngum og keisurum. Með því að bjóða sig fram til forseta þá er augljóst að það fólk eru forsetasinnar... Ekki sé ég að þessi staða sé æskilega né gagnleg að nokkru leiti. Íslenska þjóðin er sitt eigið andlit og þurfa ekki á neinu kampavíns og fingurkossa vinnuafli að halda.
Síðan þarf auðvitað ágætlega brenglaða sjálfsímynd (og íslandsímynd ) til að gerast slíkur forseti sem íslenska forsetastaðan er - alveg eins og þurfa að kjósa sér gulrótarforstjóra fasteignasjóðs sér til málstaðar.
Einhvernveginn þá er ég alveg handviss um að hún sem og allir aðrir frambjóðendur myndu gera íslensku þjóðinni meira gagn sem krítískir fréttamenn.
Jonsi (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 18:45
Fréttamenn sem eru of krítískir er reknir med det samme, svona næstum því Jonsi. Því miður er frelsi okkar það takmarkað hér á landi á 21.öldinni.
Vald auglýsenda er vanmetiði og varla minnst á.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.