Var bætt fyrir mistökin?

Eða var sorrý látið duga ? Það langar mig að vita.

Allir gera mistök og þau eru oftast leiðinleg en svona er lífið. En þau eru einnig misalvarleg og ég tel það vera góða viðskiptahætti að bæta fyrir þau með því að rukka þá ekki fyrir þjónustuna og bæta smá við um leið. Það er svona það minnsta sem hægt er að gera. Og svo að sjálfsögðu að biðjast afsökunar.

Hversu oft ætli mistök af þessu toga gerist ? Og væri eitthvað að því að segja hvaða útfararfyrirtæki átti í hlut ? Í fréttinni sem vísað er til sem gerðist í USA, koma fram bæði nöfnin.


mbl.is Líkunum var víxlað í kistulagningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég elti einu sinni óvart vitlausan líkbíl eftir kirkjuna og það uppgvötaðist ekki fyrr enn við jarðsettninganna. Ég og dóttir mín fengum svo sterkt hláturskast af þessu að ég er ekki viss um að ég vilji hitta þetta fólk aftur. Við fundum síðan réttu jarðsettningunna enn gátum lítið annað gert enn að vera í bílnum vegna hlátraskalla... :(

Óskar Arnórsson, 6.4.2012 kl. 15:41

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég hugsa að ég hefði hlegið líka, hefði ég lent í því sama og Óskar. Eiginlega bara skellihlegið eins og hann og dóttir hans.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 6.4.2012 kl. 16:35

3 Smámynd: Landfari

Til hvers að látta það fylgja fréttinni hvaða útfararfyrirtæki átti í hlut.

Hér er augljóslega um mannnleg mistök að ræða og ekkert sem segir að viðkomandi aðili vinni enn hjá fyrirtækinu. Auk þesss sem það kemur ekki heldur fram hvort mistökin voru fyrirtækisins, starfsmanna kapellunnar eða einhvers annars. Ég þekki ekki til hvað það koma margir að svona athöfn en sé einhvern vegin fyrir mér að mistökin gætu allt eins verið útfararfyrirtækisins sem sá um hina útförina.

Það eina rétta í stöðunni er að taka þessu eins og ættingjarnir gerðu. Að fara að reyna að meta þetta til fjár lýsir svolítið brengæúðu hugarfari finnst mér.

Landfari, 6.4.2012 kl. 17:10

4 identicon

Ég veit nú ekki hvernig er hægt að bæta fyrir svona mistök með betri hætti en einlægri afsökunarbeiðni. Peningar skipta litlu máli.

Arnar (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 17:32

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég yrði ekki "eldri" ef mér yrði víxlað dauðum saman við annann dauðann........

hilmar jónsson, 6.4.2012 kl. 19:29

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Landfari og Arnar,

Ég er að meina að ég tel að útfararfyrirtækið hefði átt að sleppa því að gefa út reikning. Veit ekki hvort þeir rukkuðu samt og langar að vita það.

Af hverju nafnið ætti að koma fram...t.d. til þess að allir liggi ekki undir grun ? En auðvitað er kannski bara best að taka þessu með húmor eins og þau gerðu. Ég veit ekki hvort ég hefði brugðist eins við en vona að ég þurfi alrei að komast að eigin viðbrögðum.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.4.2012 kl. 21:54

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála Hilmar, úff... ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.4.2012 kl. 21:55

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Gott hvað þið tókuð þessari vandræðalegu uppákomu vel Óskar ;)) Hefði frekar giskað á að þetta væri sena úr Mr. Beem...

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.4.2012 kl. 22:38

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Svei mér Hjördís ef þú ert ekki jákvæðasti bloggarinn á svæðinu...

hilmar jónsson, 6.4.2012 kl. 22:40

10 Smámynd: Landfari

Góður þessi hjá þér Hilmar.

Hjördís, það liggur ekkert fyrir smakvæmt fréttinni hverjum þessi mistök eru að kenna. Auðvitað vill enginn verða fyrir þessu og það er nokkuð ljóst að þessi atburður verður öllum sem að þessum málum starfa víti til varnaðar. Líka þeim sem enga sök eiga. Veist þú að útfararfyrirtækið sé ábyrgt fyrir þessu en ekki einhver annar. Til dæmis aðilinn sem sá um hina útförina. 

Heldur þú að aðstandendum liði betur  eða væru einhverju bættari ef þessi útfararstofa yrði úthrópuð hér í bloggheimum?

Þarftu að koma fram einhverjum hefndum eða hvað gengur þér til? Heldur þú að sá sem gerði þessi mistök sé ekki miður sín yfir þeim. Ert þú einhverju bættari með þvíað korssfesta hann.

Landfari, 8.4.2012 kl. 12:16

11 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Enginn að tala um krossfestingu kæri Landfari. Bara almenn pæling með nafnbirtingar. Það er t.d. oft ekki hikað að birta nöfn einstaklinga, með réttu eða röngu í málum sem eru viðkomandi erfið. Annað er svo að önnur fyrirtæki sem ekki áttu í hlut...hvers eiga þau að gjalda ? Og svo var útfararfyrirtækið í USA nafngreint í frétt sem vísað var til...af hverju var þá ok að ,,krossfesta" það ?

Gleðilega Páska Landfari ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.4.2012 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband