7.4.2012 | 12:01
Rafræn söfnun
Á undirskriftum, t.d. í samvinnu við skattinn. Ætti það ekki að vera framkvæmanlegt á 21.öldinni ???
Í stað þess að þurfa að redda hundruði manna her um allt land til að safna þessu á pappír. Og fyrir hvern og einn frambjóðanda fyrir sig að auki. Væri evt hægt að sameina undirskirftarsafananir á pappírsformi fyrir alla frambjóðendur ? Mér þykir þetta eitthvað svo mikil sóun á tíma í rauninni og eins og það þurfi að gera frambjóðendum sem erfiðast fyrir. Nokkuð strembið og langt ,,atvinnu-umsóknarferli" , þó kosið sé.
Stuðningsmenn Þóru safna undirskriftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjördís. Ég er sammála þér um rafrænu undirskriftarlistana, og á þeim lista á hver sem er að leyfa sína nafnabirtingu. Það hlýtur að vera réttlát, sanngjörn og lýðræðisleg aðferð fyrir alla sem bjóða sig fram. Fólk sem er með góðan efnahag, bakland og stöðu, á ekki að hafa meiri möguleika en aðrir, til að keppa á jafnréttis-grundvelli. Það hreinlega stenst ekki heiðarlega og réttláta gagnrýni.
Ef alls réttlætis væri gætt, þá myndu liggja frammi undirskriftarlistar með öllum frambjóðendum, og fólk velur þá sjálft hverja það styður.
Hver borgar undirskriftarsöfnun og kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur? Þetta er farið að líta út eins og pólitískur og ólýðræðislegur slagur. Hvers vegna skyldi það vera? Mér finnst að alþýðan, sem borgar sitjandi valdhöfum og stjórnvöldum, með blóði, svita, tárum og opinberum ránum á eigum sínum, eigi skilyrðislausan rétt á að vita það.
Það á enginn að komast í opinbera stöðu, sem hann berst ekki fyrir sjálfur, með blóði, svita, tárum og fórnum. Sama hver sá einstaklingur er.
Það er löngu komið yfirdrifið nóg af ójöfnuði, óréttlæti, ósanngirni og ólýðræðislegum pólitískum þrýstingi valdhafa, með tilheyrandi stéttarskiptingu í þessu landi. Það er ekki lýðræðislegur og heiðarlegur mælikvarði á, hver sé öðrum fremri né færari í opinber störf, að pólitískir valdhafar og vel stæðir, og aflögufærir stuðningsmennirnir beiti þrýstingi á ólýðræðislegan hátt.
Ef það er ekki brennandi hugsjón frambjóðenda, sem knýr þá áfram, þá verða vinnubrögðin eftir því.
Hvenær skyldi almenningur skilja það? Hvað þarf margar kreppur og hörmungar almennings til?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.4.2012 kl. 18:09
Ég er ekki að tala um að unirskriftasöfnunin þurfi að vera þannig að allir sjái hver styður hvern, alls ekki. Enda er það einkamál okkar hvern við veljum ; hvern við kjósum. Heldur að þetta aðgengilegt á netinu fyrir þá sem vilja mæla með fambjóðanda og svo sent til þeirra sem sjá um að taka við listum á pappír í dag. Gæti verið heimasíða frá kjörstjórn, kostum af ríkinu og ætluð öllum frambjóðendum. Enda auðveldara og fljótlegra að búa svo um þar sem það má hvort sem er einungis mæla með einum frambjóðanda.
Reikna með að það hafi verið sjálfboðaliðar sem hafa safnað undirskriftum og svo er venjan að það fólk hendi sér í fjáröflun. Vona þó að þessi kosningabarátta verði ekki uppá tugir milljóna per frambjóðanda. Hægt að nota Facebook, youtube ofl sem er frítt. Þetta má ekki kosta svo mikið að það fæli áhugasamt og frambærilegt fólk frá.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.4.2012 kl. 20:37
Hjördís. Þóra og Svavar eru með margra ára kynningar-forskot í gegnum ríkisreknu fjölmiðlana, sem alla tíð hafa verið eign stjórnvalda.
Einkamála-réttur og persónu/réttarvernd, eru víst ekki raunverulega til á spillta Íslandi. Traust mitt á stjórnvöldum og ráðandi embættum landsins, bæði fyrr og nú, er ekki meir en svo, að mér finnst nafnabirting stuðningsfólks, og rökstuðningur þeirra nauðsynlegur, sama um hvern forsetaframbjóðandann er að ræða. Hverju þarf að leyna, og hvers vegna? Er fólk ekki tilbúið að standa við, og rökstyðja sína heiðarlegu og frjálsu skoðun? Hvað hindrar fólk í því?
Allir vilja opið og réttlátt lýðræði og upplýsingar, en fáir vilja fórna neinu af sjálfum sér fyrir það. Það breytist ekkert á Íslandi, ef við viljum ekki taka þátt í breytingunni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.4.2012 kl. 21:25
Takk fyrir þetta Anna en ég er enn ekki sammála um það að fólk þurfi að gefa upp hvern það styður, kjósi það að gera það ekki. Það þarf að vera frjálst að mínu mati. Rétt eins og við kjósum í næði í kjörklefanum ( þar sem ætti að vera tölva á 21.öldinni) og ráðum svo hvort við gefum upp hvað við kusum eða ekki.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.4.2012 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.