8.4.2012 | 11:48
Naustagrandi
Væri gráupplagt að akstursvæði fengi að heita. Það hefur verið kallað eftir svæði í mörg ár, kvartmílubraut eða hvað þetta er nú annars kallað. Þar sem menn geta spinnt og skransað !! Það eru fullt af ökumönnum sem augljóslega vilja leika sér á bílum sínum inná milli. Leyfum þeim það á sérstökum svæðum. Og þar þarf að vera hringtorg, það ,liggur fyrir" m.v. þetta myndband ;)) Passa bara að það sé ekki látið kosta inná slíkt svæði, þá geta menn freistast til að nota önnur svæði áfram til leikja sinna hvort sem er. Það væri mikið unnið með svona svæði, leiksvæði á kvöldin og á nóttunni og hægt að nota það til æfingaaksturs fyrir ökuprófsnema á kristilegri tímum.
Ólíðandi hegðun bílatöffara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
heir heir
Guðleifur R Kristinsson, 8.4.2012 kl. 13:26
Held að ökumönnum yrði nú brugðið þegar þeir yrðu að borga sérstaka tryggingu fyrir að "leika" sér á lokuðu svæði.
Og hver ætti að passa það ?
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 08:44
Passa hvað Birgir ?
Þeir borga engar spes tryggingar fyrir að spóla á götunum, mætti vel hafa þetta óbreytt nema að svæðið yrði annað. Ökumenn þyrftu að vera á eigin ábyrgð og þetta ætti ekki að þurfa að vera auktekjulind fyrir tryggingafélög, eða hvað ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 9.4.2012 kl. 10:15
Ef búið er til sérstakt "lokað" svæði, hvort sem er rallýcross braut, kvartmílubraut, "eða braut til að spóla og skransa", gildir venjuleg ökutækjatrygging ekki, þar sem þar er meiri hætta á að slys eða tjón verði.
Alli þeir sem taka þátt í akstursíþróttum greiða sérstaka tryggingu.
Og ef svona svæði er ekki undir einhvers konar eftirliti þá gengur þetta ekki upp. Ætla mætti þar sem þetta yrði lokað svæði, þá væri hætta á ölvunarakstri eða ein hverju svipuðu.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 18:28
Gæti þá ekki ríkið og sveitarfélög bara splæst sameiginlega í nokkur bílnúmer sem má nota á meðan þeir leika sér ? Það ætti að vera ódýrara og öruggara en að hafa þá á götum úti og valdandi hættum og ergjandi nágranna sem ná ekki að hvílast vegna þeirra.
Það er vel hægt að leysa þetta sé vilji yfirvalda til þess. Að skikka alla til að sértryggja og það rándýrt, það mun ekki fá þessa ökumenn inná spes svæði til að spóla og gefa í.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 9.4.2012 kl. 21:51
" Að skikka alla til að sértryggja og það rándýrt, það mun ekki fá þessa ökumenn inná spes svæði til að spóla og gefa í"
Það gerði það með Kvartmíluspyrnur á götunum.
Þarf að kynna þér þetta Hjördís.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 21:58
Skil ekki alveg Birgir.. ? ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 9.4.2012 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.