10.4.2012 | 19:39
Sorrý
En frændur okkar verða að finna einhverja lausn. Það er því miður erfitt að ímynda sér að honum verði treystandi í frelsið á ný. Ég er ekki hlynnt fangelsum almennt, og því síður löngum refsingum eða dauðarefsingum. En í undantekningartilfellum eins og með þennan mann...þá verð ég bæði smeik og hugsi.
Ég vona að Ísland setji lög sem geta tekið á einhverju extreme slæmu, ef það kæmi upp einhverntímann upp í framtíðinni og ég vona að ráðamenn okkar hugsi um slíkt af fullri alvöru með þetta mál frænda okkar fyrir augum heimsbyggðarinnar sem ætti að nægja til að átta sig á það óhugsanlega gerist því miður. Svo mætti alveg setja lög sem banna dæmdum fjöldamorðingjum að koma til Íslands, eftir að aflplánun líkur. Sé vilji til þess, ætti að vera hægt að finna leið.
Breivik er sakhæfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir það Benedikt. Googlaðir þú nöfn þeirra ? Þetta kemur fram varðandi bæði tviéykin sem mátu hann að um sálfræðinga væri að ræða...maður er svo fastur í því að Mogginn fari ávalt rétt með.. ;)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.4.2012 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.