Bankaábyrgð

Hvernig væri að bankarnir, þó ,,nýjir" séu, taki þessa skýrslu til sín og axli sinn hluta ábyrgðarinnar og lækki skuldir heimilianna og helst í hvelli ? Í stað þess að neyða ríkið; okkur sjálf, til að þrýsta á þá og krefjast svo skaðabóta frá ríkinu; okkur, ef t.d. lánin verða stillt á ný eins og þau voru í ársbyrjun 2008 ?

Væri ekki eðlilegra að öskra nógu hátt á bankana til tilbreytingar ? Það er í þeirra hendi að sjá sóma sinn í að lækka þetta, sem einhverskonar miskabætur fyrir syndir feðra sinna.

Ég held að við gleymum þvi nefnilega allt of oft og næstum endalaust, að í hvert sinn sem við krefjum ríkið um aðgerðir, erum við að krefja okkar eigin buddu um peninga.


mbl.is Skuldir heimilanna tefja batann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

"Nýju" bankarnir þurfa ekki að gefa krónu. Þeir þurfa einungis að rukka fólk um réttar upphæðir. Þá meina ég að þeir noti þá lækkuðu höfuðstóla á skuldum landsmanna sem þeir yfirtóku frá hinum föllnu bönkum.  Það hefur margsinnis komið fram að skuldir landsmanna voru keyptar á hálfvirði frá "gömlu bönkunum"

Eggert Guðmundsson, 10.4.2012 kl. 22:50

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Nákæmlega Eggert en þeir annaðhvort fatta það ekki eða þá, eins og mig grunar, að þeir séu að bíða eftir því að almenningur knýji ráðamenn okkar til að gerða sem veitir þeim svo skaðabótarétt.

Það má ekki gerast að ríkið; við , verðum látin greiða skaðabætur til að fá leiðréttingar. Hringavitleysa sem gengi ekki upp og við værum í sömu sporum eftir sem áður. Þessvegna verða bankarnir varsi gúdd að leiðrétta þetta og greiða til baka það sem ofgreitt hefur verið með öll íbúðalán, sem er langstærsti og þyngsti bitinn að ég held að hljóti að vera.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.4.2012 kl. 23:03

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Innheimta rétt og lögum samkvæmt (gengistryggð lán sem og verðtryggð með samningsvöxtum eingöngu).

Láta þá svo borga eðlilegt ríkisábyrgðargjald (lögum samkvæmt líka) fyrir innstæðutryggingu sem hingað til hefur verið ókeypis.

Ef eitthvað af þessu þýðir að bankarnir lenda undir eignfjármörkum mun ríkið eiga nóg af lausu fé til aukningar á hlutafé sínu í þeim til að endurfjármagna með.

Hlutafjáreignina má svo selja seinna þegar markaðsaðstæður eru hagstæðar. Ríkið myndi stórgræða á því að fá þetta svona á hrakvirði.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2012 kl. 22:47

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Bara innheimta lánin í samræmi við upphaflega endurgreiðsluáætlun, er það ekki það sem þú meinar Guðmundur ? Amk þau verðtryggðu.

Þarf að melta rest betur.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.4.2012 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband