10.4.2012 | 23:36
Páskamarkaður
Mætti ekki smella óseldum eggjum á útsölu eftir Páska og droppa verðinu niður í nánast ekki neitt ? Það er gert með bækur, sem skemmast þó ekki, strax eftir jólin. Svona næstum því amk og svo rest á Bókamarkaðinn í Perlunni.
Sum er ekki hægt að gera neitt við. Og þá væntanlega hent. Og svo þykir mér pínu óspennandi tilhugsun að kaupa fullu verði súkkulaði sem var fyrrverandi Páskaegg Eitthvað gæti leynst með þeim sem manni langar ekki neitt í, eins og hár af sætu ungunum sem skreyta þau...jakk.
Páskaeggin brædd og ungunum hent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir hvert orð.
Og af hverju ekki að safna saman og nota aftur í framleiðsluna sem ella er fleygt eins og málsháttum og ungum?
Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2012 kl. 10:16
Fín hugmynd Guðjón ;)
Og svo mætti vel merkja súkkulaði í hillunum sem fyrrverandi Páskaegg; endurunnið gotterí í rauninni. Ef þeir tíma ekki að setja þau á útsölu, sem væri það sniðugasta. Væri vel til í að kaupa mér eitt auka eftir Páska á skid og ingenting.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.4.2012 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.