www.pressan.is

Óskandi að það sé rétt að börnum sé ekki haldið gegn vilja sínum, eins og frétt á pressan.is greindi frá nýlega :

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/tyndum-bornum-haldid-naudugum-i-reykjavik-og-kopavogi-misnota-taka-upp-og-hota-svo-ad-birta-allt

Mér brá mikið við að lesa þetta og svo er þessi frétt evt bara skálskapur, m.v. það sem Lögreglan segir og ætti að vita hvað þeir eru að tala um að sjálfsögðu. Að vísu er talað þar um bréf sem foreldri sendi út. Það sá ég þó ekki nógu vel þegar ég fyrst las fréttina, svo mikið brá mér. Slæmt ef pressan.is birtir svona frétt sem hrellir viðkvæma eins og mig og fleiri, ef þetta er svo óstaðfest. Ég vona að þetta verði athugað betur svo það rétta komi fram. Hvað ætli t.d. Mummi í Götusmiðjunni ( kenndur við hana þó hætt sé) hefði um þetta að segja, væri hann spurður álits ?


mbl.is 15 ára týndur í níu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður ekki ný tíðindi Hjördís. Hef oft komið að svona málum og verð alltaf jafn sleginn. Er búinn að blása þetta út í öllum fjölmiðlum í gegnum árin um máttleysi samfélagsins við díla við þennan viðbjóð. Það þarf hugarfarsbreytingu hjá barnaverndarkerfinu ef það á að geta dílað við þetta.

Mummi (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 08:43

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Mummi, ertu sá eini sanni Mummi í Götusmiðjunni ? ( sem var amk).

Ef svo, trúir þú þá bréfinu sem foreldrið skrifaði og Pressan birti ?

Sammála að það þarf hugarfarsbreytingu en ég tel einnig að það mannamunur samfélagsins sé látinn ráða för, því miður.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.4.2012 kl. 08:57

3 identicon

Ég er hann og já, ég trúi því. Hef komið nokkrum sinnum að svona málum í gegnum tíðina. Fólk vill ekki trúa að svona gerist á litla krúttlega landinu okkar.

Mummi (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 17:11

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Endilega skrifaðu þá grein Mummi ! Lögreglan hefur gefið út að þetta sé ekki rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum, og ég reikna með að fréttin sem ég vísa til sé þeirra á meðal.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.4.2012 kl. 19:54

5 identicon

ég skora einnig á þig að skrifa þá frétt mummi. maður veit ekki hverju maður á að trúa..

ingvi árnason (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 03:22

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Vonum að hann geri það Ingvi og svo vona ég einnig að pressan.is kafi dýpra í þetta mál með þetta bréf og hvernig þetta er í raun og veru. Þeir gætu t.d. tekið viðtal við Mumma.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband