13.4.2012 | 09:27
Framúrkeyrsla
Frábært að verið sé að skoða þetta gamla mál sem svo miklar deilur hafa oft staðið um.
En af hverju er það nánast með allt sem ríkið kemur að , að það tefst og verður dýrara en lagt var upp með ?
Er það vegna glataðra hæfileika í áætlangerð ? Skortur á menntun ? Kæruleysi og drollaraháttur ? Eða er það svo að þegar fólk kemst í þá aðstöðu að skammta laun sín sjálft að það finnur afsakanir til að verkin tefjist, hvort sem það eru skýrslur, byggingar eða annað; flest allt eða allt endar í meiri kostnaði. Eða er það svo að við erum plötuð í hvert sinn , með lágum kostnaðaráætlunum til þess að verkefni fáist samþykkt, sem aldrei stóð til að standa við eða / og vitað var frá byrjun að yrði mun dýrara þegar upp yrði staðið ???
Þetta hefur verið svona í áratugi hið minnsta. Ríkið ætlast til að almenningur geri áætlanir g lifi á því sem það hefur. Það verður að vera okkur fyrirmynd og sýna að það sé hægt að standa við áætlanir og budget.
![]() |
Frestur til að skila áfangaskýrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjördís. Sammála þér.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 09:37
Þetta er án efa prýðislfólk sem vinnur að þessu máli, enda er þetta ekki persónulegt.
Það er skrítið að ekki fylgi með hversu langan frest þau fengu eða hversvegna það var nauðsyn, hvað þá hvað það kostar ríkið / OKKUR mikið til viðbótar. Eða sá ég framhjá því í fréttinni Anna ;/ ??
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.