13.4.2012 | 20:18
Okkar íslensku
Það minnir á margt sem við höfum sjálf lent í hér heima. Með okkar eigin kappa. Evt hefði verið betra ef þeir hefðu verið útlendingar, þá hefðu við verið meira á varðbergi, því útlendingar eru svo oft ,,hættulegir" er okkur oft sagt. Líka þegar þeir reyna að fjárfesta hér. Flestir hraktir á brott. Hvort sem það eru menn sem vilja opna bensínsölubúllur eða reysa byggingavörueverlsun. Þá er þeim gert erfitt fyrir að fá lóð frekar en ekki neitt. Reyndar nægði þá til að Borgin náði að finna eitt laust frímerki að byggja á, að talsmaður kom fram í tv og sagði erfiðara að fá lóð hér en í Tyrklandi. Einhverjum sveið nógu mikið við þeim samanburði til að finna smá skika.
Það er rétt, við þurfum að fara varlega. Þeir leynast víða flibbarnir, í öllum litum og af öllum þjóðernum. Öllum tekst það sama, að sannfæra okkur um eigið ágæti og við bítum á.
Hef stundum velt fyrir mér hvernig námskeiðahald á vegum okkar eigin hvítflibba, kæmi út fyrir þá útlensku. Held þeir myndu roðna mikið þegar þeir kæmust að aðferðunum sem hér var beitt ( og er enn ??? er einhver að fylgjast með núinu???). Passa bara að hafa nógu marga á ,,réttum" stöðum með; nógu marga vitorðsmenn. Og í kaupbætir; allir sleppa þó upp kæmist ;)) Hver getur toppað slíkt ???Mikið eiga þeir útlensku mikið ólært...;))
Það væri kannski bara fínt ef nígerísku athafnamennirnir fengju þá hugmynd að kaupa hér banka. Þá væri vel fylgst með hverri einustu færslu og séð væri til þess að stórir lántakendur væri látnir fara í gegnum greiðslumat og leggja fram veð og engar kúlur leyfðar meir...
Ótrúlegt hvað hægt er að plata fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjördís. Þú ert alveg með þetta á skýrri og tærri raunveruleika-íslensku.
Stærsta "Nígeríusvindl" á síðustu öld er án nokkurs vafa, Bildenburger-hringborðsklúbbs-AGS-EES-ESB-svindlið.
Nú eru sem betur fer blekkingarmúrar fjármála-svikastofnananna að falla.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 20:39
Nema nýjir múrir hafi verið byggðir jafnharðan... ? Það eru allir svo uppteknir að rýna í fortíða en færri ef nokkrir að horfa á það sem er að gerast núna.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 20:46
Jón Ásgeir rak nú aldeilis svikamyllu hér á landi.
Með Bónus sem "front"
Kannski hann sé ættaður frá Nígeríu ?
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 21:22
Hvað liturinn getur blekkt svakalega Birgir...
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 21:25
Og ekki má gleyma einkavæðingu bankanna í boði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Ekki liðu mörg ár að þeim var breytt í svikamyllur og heil þjóð dregin á asnaeyrunum.
Svo finnst mörgum sjálfsagt að hlusta á fláræðishjal forystumanna þessara flokka í dag.
Samfylkingin og VG komast rétt í helming fylgis Sjálfstæðisflokksins eftir nýjustu skoðanakönnuninni!
Er íslensku þjóðinni bjargandi?
Mér sýnist á öllu að það er helst núverandi ríkisstjórn sem hefur tekist það ómögulega. En Steingrímur J. viðurkennir að þeim hafi orðið víða á mistök.
Hvorki forysta Framsóknarflokksins né Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt að einkavæðing bankanna hafi verið mjög alvarleg mistök. Á þeim bæ er aðeins grátið yfir ákærunni gegn Geir og að ríkisstjórnin hafi breytt Stjórnarráðinu og vilji nýja stjórnarskrá án þess að viðurkenna að ´hvoru tveggja sé „einkamál“ Sjálfstæðisflokksins.
Góðar stundir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.4.2012 kl. 23:04
Að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar, er venjulega eitt af fáu sem ekki er bruðlað mér hér á landi, svona almennt og yfirleitt. Því miður Guðjón.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.4.2012 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.