Úrelt tímaskekkja

Eða er það ekki annars ? Að hengja málverk á fyrrverandi þjónum almennings ( þeim hærra launuðu ) upp um alla veggi. Þetta virðist fara eftir launum fólks á hverjum tíma. Eflaust ekki strigans virði að splæsa í striga undir lægri launaða þjóna ríkisins, þó mannauðurinn sé hátt lofaður. Allavega á tillidögum þegar okkur er sagt að við séum öll svo hnífjöfn og öll jafn mikilvæg og frábær...það kannast flestir við romsuna ... ;)

Og við þurfum að borga að auki. Auðvitað. Hver annar svosem ?  Og stundum eru gerðar styttur, eins og í ráðhúsinu þó biðröðin í Borgarstjóarsyttyrnar sé löng.

Er þetta bruðl viðeigandi eftir hrunið og þegar fólk vill sjá Nýtt Ísland rísa úr ösku hrunsins 2008 ??? Er þetta ekki pínu eins og verið sé að gefa okkur puttann ??

Er viðeigandi að ramma inn þá sem voru í hópi þeirra sem sváfu á verðinum í aðdraganda hrunsins ?Þó allir hafi að sjálfsögðu verið með vængi og geislabaug.  Er það kannski gert til að við gleymum ekki því sem gerðist ? Sem er kannski ágætt svosem...við gleymum nefnilega of fljótt og kjósum aftur sama fólkið áður en við vitum af hvort sem er. Það er venjan. Tryggð okkar í kjörklefanum er oft alveg óskiljanleg. Mikið væri gott ef tryggðin í hjónaböndum væri jafn mikil. 

Ef það þarf endilega myndir...má þá ekki bara prenta þær út á 10x15 pappír og smella í ramma úr Rúmfatalagernum ? Eða bara raða þeim í albúm fyrir áhugasama sem langar að fletta uppá gamla mátann. Þetta er svo allt á netinu fyrir áhugasama. Og gaman væri að vita hvað Herra Google segir um áhuga á leitarorðinu : ,,Forsetar Alþingis " ??? Efast um að talan sé mjög há.Max 100 sinnum síðustu 5 árin eða svo væri hægt að giska á. Eða kannski minna. 

 


mbl.is Afhjúpuðu málverk af Sólveigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hörmung. Því stoppa þeir ekki upp þessa óþurftarmanneskju líka? -

Gudrun Aegisdottir (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 22:39

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ja mikill er Andskotinn, eru menn virkilega að hengja mynd upp af Sólveigu Pétursdóttur kerlingu sem var ekki á þingi nema fyrir sig sjálfa. og svei...

Vilhjálmur Stefánsson, 13.4.2012 kl. 22:48

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Fyrir mér er þetta ekki persónulegt , heldur snýst þetta um snobbið með þetta. Í þessu tilfelli 2 ár sem Forseti og olímálverk á okkar kostnað eftir það um aldur og ævi. Í þessu stéttlausa jafna samfélagi...

Mér krossbrá þegar ég sá þessa frétt hvort hún væri gömul en því miður, alveg ný.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 22:50

4 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Það mætti ramma inn reikninginn fyrir náðhúsinu dýra sem gert var upp fyrir þingforsetann fyrrverandi þegar hún var dómsmálaráðherra og hengja hann við hliðina á málverkinu.

Guðmundur Benediktsson, 14.4.2012 kl. 00:17

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Kannksi að verið sé að mála það líka Guðmundur, hver veit..?

Annars man ég ekki neitt eftir þessu wc...segðu mér meira ef þú mannst. Varla var þetta einka wc, eða hvað ?

Mætti alveg skoða að ramma inn ýmsa reikninga, verst hvað verðbólgan er hröð, bara á stuttum tíma þætti manni allt svo ódýrt sem var gert.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.4.2012 kl. 00:22

6 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=187232&lang=1

4-5 kúlur þætti gott fyrir klósett í dag en árið 2000 slagaði það upp í íbúðaverð.

Guðmundur Benediktsson, 14.4.2012 kl. 00:35

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk Guðmundur.

Annaðhvort er ég svona mikill klaufi eða eitthvað annað, sé bara haus frá Degi:,,Skýrslan skerpir pólitíksar línur" ??

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.4.2012 kl. 00:40

8 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Þú ert snilldarkona og ef þú minnkar blaðsíðuna þá ætti klósettfréttin að birtast hægra megin við aðalfréttina

Getur líka farið beint inn á timarit.is og fundið þar dagblaðið Dag 1997-2001 > 12. apríl 2000

Guðmundur Benediktsson, 14.4.2012 kl. 00:51

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk Guðmundur, fann þetta og set hér. Vantar myndina af SP fyrir ofan myndtextann. Áhugaverð spurning neðst; hvernig tóks Þorsteini Páls að komast af áður ? Og þetta fór á fjáraukalög.

En langar mest að vita : Hver gerir þarfir sínar á gullsettinu í dag ??? Er það enn notað eða var því breytt í skjalageymslu ???

 

Sólveig Pétursdóttir léttir ekki

lengur afsér meðal almennings.

5 milljóna

salerm hjá

Sólveigu

Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra

Iét gera gagngerar breytingar

á raðherraskrifstofu sinni

fyrir 8,5 milljónir króna eða sem

nemur verði á góðri íbúð. Stöð 2

greindi frá þessu, en samkvæmt

heimildum Dags stafar um eða

yfir helmingur þessarar upphæðar,

eða 4-5 milljónir, króna af því

að Sólveig lét innrctta undir sig

einkasalerni.

Heildarupphæðin vegna endurbótanna

á skrifstofu ráðherra

kemur fram í fjáraukalögum ársins.

Sigurður Þórðarson rfkisendurskoðandi

segir töluna liggja fyrir.

„Við höfum ekkert litið á þetta

máJ. Það má hins vegar gera ráð

fyrir því að þetta eins og annað

komi til skoðunarvið hefðbundna

endurskoðun," segir Sigurður.

Hann vildi alls ekki tjá sig um

hvort honum fyndist ekki vel í

lagt að innrétta einkasalerni undir

ráðherra eða um hvort hann

teldi kostnaðinn óeðlilegan.

Sérþarfir ráðherra?

Þegar frétt Dags var í vinnslu í

gær höfðu fæstir þingmanna

heyrt nógu mikið um málið til að

tjá sig um það. Þeir þingmenn

sem þó höfðu heyrt af málinu

undruðust mest að ráðherrann

telji sig ekki gcta notað þá salcrnisaðstöðu

sem öðrum f ráðuneytinu

býðst, cn treystu sér síður

til að meta kostnaðinn.

„Mér verður fyTSt hugsað til

þcss að á Alþingi þurfa á þriðja

tug þingkvenna að sætta sig við

eitt salerni, þótt það sé ekki til

fyrirmyndar," segir Svanfríður

Jónasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar.

„Mér finnst þetta

ansi vel í Iagt, já, að ráðherra

þurfi einkasalerni með þcssum

kostnaði. Það vakna upp spurningar

um sérþarfir og spurningin

um hvernig Þorsteinn Pálsson

forveri Sólveigar fór að á sínum

tíma," segir Svanfríður. - FÞG

Lágmúla 8 • Sími 530 2800

www.ormsson

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.4.2012 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband