13.4.2012 | 22:17
Þetta tikkar vonandi
Á hæstu mögulegu dráttarvöxtum, það sem fólk og fyrirtæki eiga inni.
Ef það gerir það ekki, þá gæti það skýrt seinagang bankanna að gera þetta upp strax og þó fyrr hefði verið.
Það vita allir hvernig dráttarvextir og vaxta-vaxtavextir ofan á það , myndu safnast upp ef þeir ættu inni hjá fólki.
Spurning hvort þeir sem eiga inni hjá bönkunum þurfi að senda þeim kröfu með eindaga og tilkynningu a la bankarnir um dráttarvextina sem tikka fram á greiðsludag.. ? Og senda þetta svo í lögfræðing, berist greiðslan ekki á tilsettum tíma. Ok að gefa þeim ca. 3 daga, þeir hafa haft meira en nægan tíma og væru búnir að gera þetta upp, væri það gróðavon fyrir þá. Sem það nefnilega virðist ekki vera.
Fá 46,8 milljarða endurgreidda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er um einfalda smánarlega vexti að ræða. Ég hefði hins vegar fullan hug á að láta dráttarvextina tikka en þá þarf ég að fara í skrifham.
Ég hefði nú viljað sjá Hagsmunasamtök heimilanna leggja til svoleiðis plagg sem hægt væri að nota til grundvallar slíkri kröfugerð.
Skúli (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 23:10
Vonum að HH geri það Skúli. Þetta er eðlilegasti hlutur að fara fram á dráttarvexti. Þeir eiga ekki að vera einhliða. Við eigum að hætta að vera feimin að fara fram á það sem rétt er. Bankar og opinberir aðilar og fyrirtæki eiga ekki að njóta einkaréttar á að innheimta skuldir með þessu refsitæki sem dráttarvextir eru.
Það má vel vera að stundum séu þetta smánarlegir vextir. En þess þó heldur lítið mál að bankarnig borgi þá. Upphæðir leggjast saman og verða að fjöllum áður en vitað er.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 23:17
Það er komin tillaga frá mér um vexti á þessar endurgreiðslur.
Við leggjum 20% vexti á dag fyrstu þrjá dagana, næstu sjö dagana þar á eftir eru 80% vextir á dag, eftir það eru 120% vextir á dag.
Hugsa að það komi til með að kveikja í nokkrum afturendum hjá fjármálastofnunum og ríki...
Man nefnilega ekki eftir að hafa séð eitthvert hámark á vöxtum hér á Íslandi síðustu ár og lög um okurlán eru úr gildi fallin.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 14.4.2012 kl. 15:53
Held það sé alveg rétt Ólafur, það má setja eins háa vexti og fólk vill. SmáHraðlána sms dæmin eru sögð vera með 600% vexti. Það væri kannski bara fínt að miða við það ? Nei, kannski aðeins of mikið...en freistandi tilhugsun...
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.4.2012 kl. 21:45
Langar ekki að fara eins langt í þetta og sms-lánastofnanir. Tel þetta nógu gott enda fljótt að verða stór peningur ef maður reiknar með 20% vexti á da í þrjá daga, 100 kallinn verður orðinn góður á þriðja degi enda eru vextirnir á heildartölu ekki grunnupphæð. Svo koma 80% á dag í sjö daga, allt á heildarupphæðina. Fer ég þá ekki að verða ríkur??? Það eru komnir nokkrir dagar síðan dómurinn féll í þessu máli... :)
Annars eru 600% vextir eitthvað meira en maður hugsaði sér að einhver færi framá, full gróft, tel mig hóflegann með þessa uppsetningu hjá mér.
Með kærri kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 18.4.2012 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.