14.4.2012 | 12:20
Bara í Nígeríu ?
Eða eru bara aðrar aðferðir og önnur hugtök stundum notuð í öðrum löndum ?
Googlaði aðeins og fann m.a. :
"If you op for a private adoption then fees are all negotiable. They can range from simply feehousing and feeding the birth mother and paying all medical bills related to the birth plus any legal fees to an actual sum of money that goes directly to the birth mother for her use in anyway she wishes."
Af hverju þarf að greiða mat og húsnæði alla meðgönguna ? Er það evt gert til að koma í veg fyrir að farið sé í fóstureyðingu ? Er þá einhver mikill munur á þessu og því sem verið er að reyna að stöðva í Nígeríu ?
"Fees also vary based on the child you choose to adopt. Newborn caucasian babies with no known health problems command the highest fees. Non-caucasian children, children with health problems or retardation, older children, children who have been traumatized or abused are all harder to place because fewer families want to take on the problems they represent. As a result the fees are less."
Hæsti kostnaður er á hvítum heilbrigðum börnum. Man að áður fann ég ( ekki núna þó) lista yfir kostnað og þá voru hvítir heilbriðgir drengir efstir á listanum. Hvernig má það vera kostnaðurinn sé mismikill eftir kynferði og litarhætti barns, aldri eða hvort það sé heilbrigt eða ekki ? Það á ég erfitt með að skilja.
Kostnaðurinn er sagður frá 5000 til 40.000 dollurum. Það er fullt af heimilum fyrir ungar stúlkur þar sem þær búa á meðan á meðgöngu stendur og afhenda svo börnin eftir fæðingu. Man ég fann einu sinni á netinu heimili ( fann ekki núna það sama) sem veitti ungum konum/ unglingum skjól og allt sem þær þörfnuðust og það var mikið talað um hvað það væri skelfilegt að fara í fóstureyðingu ( sem þær vildu gera ) það væri betra að gefa barnið. Þær voru hræddar á ýmsan hátt ( segi ég) að heilsutjón eftir fóstureyðingu gæti orðið varanlegt og fleira og fleira. Man þegar ég las þetta, upplifði ég að verið væri að kaupa börnin af þeim. Sama og við að lesa þessa frétt frá Nígeríu, nema önnur hugtök notuð.
Ég vona að einhverntímann verði gerð heimildamynd um konur sem hafa dvalið á svona heimilum, ætlað sér í fóstureyðingu en talin trú um að gefa börn sín til ættleiðingar. Langar að vita hvernig þeim líður ca. 20 til 30 árum eftir á. Ég leyfi mér að efast um að þeim líði vel með ákvörðun sína, vegna þess að þrýst var á þær.
Úr fréttinni frá Nígeríu : ,,tilgangi að fara í fóstureyðingu, var fengin til að samþykkja að ala barnið og selja það." - sé engan mun ..eða hvað ? Meiri hreinskilni í orðavali í Nígeríu ? Eða ekki nógu klárir að nota fínni hugtök og orðaval ?
Ég vona að svona sé málum háttað í einungis litlum minnihluta ættleiðinga og að oftast sé þetta einlægur ásetningur og vilji móður að gefa barn sitt frá sér. Ég treysti því að Ísland skoði ávallt mjög vel þessi mál. Það er án efa mikil sorg að geta ekki átt barn en mér þykir ekki í lagi að annarri manneskju sé hugsanlega valdið sorg til þess að gleðja annað fólk. Þessar skuggahliðar þykja mér skelfilegar. Sama með staðgöngumæðrun eins og t.d. var sýnd heimilamynd á RÚV ekki alls fyrir löngu frá Indlandi. Mér þótti það vera verksmiðjur, líkt og fjallað er um hér frá Nígeríu. Sama þar, önnur nöfn og önnur hugtök.
Selja börn úr barnaverksmiðjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.