16.4.2012 | 14:41
Skakkt númer
Væri ekki eðlilegra að apótekin, t.d. Lyf og Heilsa eða Lyfja, væri með samfélagshjálp og gæfi þeim frí lyf sem ekki geta leyst þau út ? Að læknar hringi frekar þangað. Sjóðir apótekanna eru án efa dygrari en sjóðir Hjálparstarfs kirkjunnar. Apótekin gætu þessvegna unnið þetta í samvinnu við Hjálparsamtök til að meta þörfina á hjálp með lyfjakostnað. ´
Annars er þetta sorglegt ástand en gott að Hjálparstarf kirkjunnar er þó að reyna að hjálpa til. Sjóðir þess starfs fara eftir því hversu mikð fólk gefur til þess starfs sérstaklega, eins og ég hef skilið þetta.
Fróðlegt væri að vita hvað önnur trú-og/eða lifsskoðunarfélög eru að gera til hjálpar, t.d. með matarkort , leysa út lyf ofl. Hringja læknarnir í fleiri aðila en Hjálparstarf kikjunnar ?
Læknar leita til Hjálparstarfsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.