Íslendingabók #2

Eða backup fyrir Hagstofuna..svei mér þá, þetta eru svakalegar tölur, vantar einungis allra yngstu börnin til að ná öllum Íslendingum á skrá lögreglu.. ;))

Næstum 20 þúsund lögaðilar, af hvað mörgum ætli það sé ?

Erum við svona svakalega óþekk þjóð; bæði fólk og fyrirtæki ? Er nema von að hér þegi svo margir þegar verið er að rannsaka mál hér, t.d. hrunið, það hafa kannski svo margir eitthvað á aðra á móti..?

Fróðlegt væri að vita hversu margir hafa verið kærðir af þessum heildartölum , þá bæði einstaklingar og svo fyrirtæki.


mbl.is 325 þúsund nöfn í málaskrá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hugsa að mikill hluti sé ýmist tilkynnendur eða vitni, allavega vona ég það.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.4.2012 kl. 18:17

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það kemur einmitt fram Ólafur, en ég vil endilega fá að sjá sundurliðaðar tölur.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.4.2012 kl. 18:24

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Heeee...!

Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá lögrelumanni á sínum tíma, en flestir lögregluþjónar eru ólæknandi kjaftakerlingar s.b.r þegar Geir Jón kjaftaði frá ólöglegum símahlerunum lögreglunnar á Alþingismönnum í Búsáhaldabyltingunni núna um daginn... Þá voru allir settir t.d í gagnagrunn fíkniefnadeilda lögreglunnar á sínum tíma sem voru síðhærðir, gengum um í leðurjökkum og/eða þekktu og umgengust einstaklinga sem voru taldir vera í neyslu... Hvort sem fólkið sjálft vissi af mögulegri neyslu viðkomandi eða ekki...

Þetta var að sjálfsögðu fyrir þónokkru síðan...

En ef vinnubrögð lögreglunnar eru virkilega svona skilvirk... Þá er ekki nema von að flestir Íslendingar fari á skrá hjá lögreglunni á endanum...

-

Hvað þá með fyrirtækin...!

Hvað veit framkvæmdarstjóri fyrirtækis t.d um neyslu einstaklings sem hann hefur enginn samskipti við utan vinnutíma...?

Fyrirtækið gæti samt sem áður verið komið á skrá hjá lögreglunni vegna starfsmannsins...

Pældu í því...!

Sævar Óli Helgason, 16.4.2012 kl. 18:30

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já, þetta er eitthvað skrítið með þessar tölur Sævar, og óskandi að blaðamaður hefði spurt á gagnrýnin hátt um þær og að sjálfsögðu að fá þær sundurliðaðar. Ég vona að fjallað verði nánar um þetta, tölurnar eru skelfilega háar.

Og svo ætti að sjálfsögðu að senda fólki heim á pappírsformi, ( sem væru þá næstum allir og allir lögaðilar) upplýsingar um hversvegna það er á skrá og hvenær það fór þangað.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.4.2012 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband