17.4.2012 | 12:07
Mýta eða staðreynd ?
Lengi hefur verið sagt að landsbyggðin haldi okkur uppi. Ég amk hef oft heyrt það.
Er það rétt ? Eða var það rétt þegar meiri kvóti sat enn eftir á landbyggðinni ? (áður en hann var seldur burt víða). Eða er það staðreynd að landsbyggðin skili enn mestu inn í samneysluna ???
Fyrrverandi bæjarstjóri Bolungarvíkur hefur nýlega sagt að það séu litlar tekjur sem berist bæjarsjóði vegna veiða. Er það rétt ? hefur það breyst frá því sem var ???
Kæra fjölmiðlafólk: finnið út úr þessu og birtið tölur yfir skattgreiðslur einstaklinga og lögaðila til ríkissjóðs og samanburð við einstaklinga og fyrirtæki á höfðuborgarsvæðinu. Ár fyrir ár ef hægt er, og nógu langt tilbaka svo það sjáist hvernig þetta var á meðan meiri kvóti var enn á landsbyggðinni. Vel má vera að einhverntímann hafi slíkur samanburður verið birtur en ég man ekki eftir því og það væri þá amk gott að endurbirta slikar tölur núna. Sýnist full þörf á því eftir orð Alþingismannsins. Takk ;))
Allt á suðupunkti á fundi VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður þá að vera fyrirtæki í útflutningi á vörum og/eða þjónustu og skattgreiðendur sem að vinna við slík fyrirtæki.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.4.2012 kl. 15:32
Mýtan/staðreyndin sundurliðar ekki atvinnugreinar Hallgrímur Það þyfrti bara að byrja á að sjá tölur svart á hvítu hvernig landið liggur og taka svo umræðuna útfrá því , þykir mér. Frekar en eins og gert var á þessum fundi, þar sem slegið er fram að peningar þaðan skili sér ekki í ríkissjóð.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.4.2012 kl. 16:00
Árið 2009 voru útflutningstekjur þjóðarinnar um 497 milljarðar króna, 332 milljarðar urðu til á landsbyggðinni en 161 milljarðar í höfuðborginni.
Það gerir 2,6 milljónir á hvern íbúa á landsbyggðinni og 810 þúsund á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta eru GJALDEYRISTEKJUR þjóðarinnar, það sem gerir þjóðinni kleift að versla við aðrar þjóðir.
Þórunn (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 16:55
Takk fyrir þetta Þórunn. En veistu hvað mikið af þessu skilaði sér í ríkissjóð og svo til bæjarfélaganna ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.4.2012 kl. 17:13
Þetta er náttúrulega ekta rugl úr vinstra vestrinu. En kemur ekki á óvart.
Af hverju leggur Lilja Rafney ekki líka til að fólk mæti með afrit af skattaskýrslu ef það þarf að fara á spítala.
Þeir sem hafa borgað lítið fara aftast á biðlistan.
Alveg sama röksemdarfærslan.
Jón Ásgeir Bjarnason, 17.4.2012 kl. 17:47
Nei, því miður get ég ekki svarað því.
En annar punktur varðandi þennan eilífa samanburð á landsbyggð og höfuðborgarsvæði. Ef meta á mun á skattgreiðslum einstaklinga og lögaðila til Ríkissjóðs hvar á landinu sem þeir búa eru svo fjölmargir þættir sem taka ber með í reikninginn.
Nú er það svo að greidd eru mishá laun eftir því hvar á landinu þú býrð. Það er staðreynd. Fyrirtæki sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafa mun betri burði til að greiða starsfólkinu sínu hærri laun vegna þess að þau búa við betri rekstrarskilyrði (minni flutningskostnaður, fleiri kúnnar o.s.frv). Þess vegna greiða íbúar höfuðborgarsvæðisins væntanlega hærri tekjuskatt til Ríkisins pr mann en fólkið úti á landi. Við höfum byggt landið okkar upp þannig að sem mestu af þjónustu hins opinbera er hrúgað á sama blettinn. Það er skiljanlegt upp að vissu marki (hagræðing). það veldur því að ýmis sérfræðingsstörf verða aðallega til á einu og sama landshorninu = greidd eru hærri laun á þeim stað!
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu njóta þannig ríkulega nálægðar sinnar við miðstöð opinberrar þjónustu.
Landsbyggðin aflar meirihluta gjaldeyrisins sem við eyðum svo sameiginlega (reyndar íbúar SV-hornsins heldur ríkulegar því þeir hafa jú fleiri krónur í vasanum svona almennt séð).
Það þýðir því ekkert að skoða bara tekjuskatt eða bara útflutningstekjur þegar við metum dæmið í heild.
Við þurfum að horfa til þess að okkur Íslendingum er mjög nauðsynlegt að byggð haldist á LANDINU ÖLLU, ekki bara á smá krika þess. Við gerum það ekki með því að skerða endalaust kjör þeirra sem búa á ákveðnum stöðum en hygla öðrum. það endar bara á einn veg; allir flytja suður og lífskjör þjóðarinnar versna.
Mér gremst t.d. það viðhorf að samgöngur séu einungis fyrir þá sem búa við annan endann á ákveðnum vegi. Þannig að þegar rætt er um samgönguúrbætur á landsbyggðinni þá sé það fjáraustur úr sameiginlegum sjóðum "þeim til handa" en hafi ekkert með íbúa höfuðborgarsvæðisins að gera! Höfum við engan áhuga á að skoða ALLT landið okkar? Höfum við enga SAMÁBYRGÐ á bæði náttúru landsins alls og fólksins sem þar býr. Höfum við engan áhuga á að tryggja ferðamönnum öruggar samgöngur, ferðamönnum sem við erum búin að kynna okkur fyrir og bjóða til landsins okkar fagra. Þeir koma ekki bara til að skoða Reykjavík og nágrenni. Finnst okkur sjálfsagt að hirða af þeim gjaldeyrinn en láta þá svo hírast á holóttum og óöruggum vegum út um allt land?
Og hvað með vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarfólkið þarf jú væntanlega að nota þær þegar þau sækja sér nauðsynlega (stundum LÍFSnauðsynlega) þjónustu þangað.
Ég vona að okkur beri gæfa til að skilja það og meðtaka að í þessu landi býr EIN ÞJÓÐ en ekki tvær og að það er algjörlega nauðsynlegt að jafna kjör fólksins sem hér býr. Það er staðreynd að hallað hefur á landsbyggðina í þessum efnum undanfarna áratugi og þá þróun verður að stöðva.
Þórunn (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 18:00
Hver veit nema það sé þannig Jón ?? Í bland amk. Allavega eru ráðamenn þjóðarinnar ekki settir á biðlista svo ég hafi tekið eftir.
Svo greiða allir bensínskatt, sem er eyrnamerktur vegafrmakvæmdum.
En ég vona samt að það komi einhverjar tölur um skatt sem berst ríkinu frá landsbyggðinni, það verður að birta þær.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.4.2012 kl. 18:01
Þegar sagt er að "landsbyggðin haldi okkur uppi", hvernig eru þessi hugtök nákvæmlega skilgreind? Hvað merkir "landsbyggðin" og hverjir eru "við"? Auk þess er ég ekki viss að þessi tvígreining sé yfirhöfuð gagnleg sem innlegg í þjóðmálaumræðuna. Ef vilji er fyrir hendi að fara þá leið að líta ekki á okkur sem eina heild, er skiptingin miklu flóknari en þetta tvíhyggju sjónarmið.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 18:22
Tilefnið eru orð þingmanns að landsbyggðin fengi kannski vegi og göng ef þau greiði til ríksisins.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.4.2012 kl. 18:36
Ég vil vita svarið við þinni spurningu einnig, Hjördís.
Ég er mikill landsbyggðarvinur og ef svarið fellur landsbyggðarmegin þá þætti mér vænt um að landsbyggðarmenn fái þá virðingu sem þeir eiga skilið.
Kvóti, fiskútfluttningur, er mjög stór þáttur í gjaldeyrisinnkomu landsins, gjaldeyrissöfnun er í raun okkar "hard core" tekjulind.
En þessi kvóti er ekki allur bundinn við landsbyggðina og kannski rangt að gefa dæmið svona upp...en gaman væri að sjá hlutföll innkomu ríkissjóðs með tilliti til landsvæða.
runar (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 22:04
Vonum Runar að fjölmiðlafólk nú eða þingmaðurinn sem lét orðin falla , birti tölur um hversu mikinn skatt landsbyggðin skilar í ríkissjóð m.v. höfuðborgarbúa eða já, eftir öllum landsvæðum eins og þú nefnir. Og um leið til síns sveitarfélags svo það sé hægt að vita hvað þingmaðurinn átti við með orðum sínum.
Orð þingmannsins eru nefnilega algjör þversögn við mýtuna /staðreyndina um að landsbyggðin skaffi mest og haldi landinu uppi. Sé mýtan / staðreyndin rétt, af hverju er þá ekki hægt að nota eitthvað af því í vegagerð á landsbyggðinni ? Og svo hef ég aldrei heyrt að fólk eigi að fá þjónustu eftir því hversu háir skattar í krónum talið skili sér í sameiginlega kassann okkar.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.4.2012 kl. 22:15
Þetta endalausa "við" og "þið" eða "hinir" er bara að rugla umræðuna. Það var einu sinni útreiknað að það myndi borga sig að leggja niður landbúnað á Íslandi og hafa bændurna á lúxushótelei erlendis á fullu kaupi, enn að borga vegi, jarðgöng, rafmagn og viðhald. Og auðvitað er þetta rétt. Allir staðir út á landi standa ekki undir kostnaði, enn sumir gera það.
Ef ég fer og byggi mér hús inn í miðju landi, skrái mig þar og fer síðan að heimta veg þangað, þá kemur upp þessi staða. Það er samt rangt að setja landsbyggð upp á móti Reykjavík á þennan máta. Sama og að segja að Breiðholt skilar ekki eins miklum skatti og önnur hverfi i Reykjavík.
Ástæðan fyrir litlum sköttum hjá fólki getur samtímis verið ástæðan fyrir vinnu sem gefur mestar tekjurnar í landinu. Alla vega er þessi samanburðarfræði milli landsbyggðar og Reykjavíkur ekki fallin til þess að halda uppi umræðu af neinu viti. Það eru byggðir á Íslandi sem mætti leggja niður af hagkvæmisástæðum. Enn mesti sparnaðurinn yrði í að leggja niður allskonar óþarfa í Reykjavík.
Óskar Arnórsson, 18.4.2012 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.