18.4.2012 | 15:55
Leiðrétta lánin og hækka launin
Væri það ekki eðlilegri krafa BSRB ???? Á ríkið, við öll, að borga allt hrunið alveg í topp ? Og á að tryggja með öllum ráðum að bankarnir fái allt sitt í topp og meira til, verðtryggt að auki ?? Að þeir þurfi bara als ekki að taka upp veskið fyrir almenning sem öllum hefur blætt á mismunandi hátt og mismikið, vegna bankanna að stærstum hluta.
Fram kemur hér að kaupmáttur hafi rýrnað...gott og blessað. En Hagstofan er nýbúin að segja okkur að kauomátturinn nú sé sá sami og 2004 að mig minnir. Svo hvað er rétt í þessum tölum öllum saman?
Svo þykir mér það alvarlegt íhugunarefni af hverju fólk nær ekki að framfleyta fjölskyldum sínum án ríkisstyrkja. Það þarf ekki að fara lengra aftur en 1970 til 1980 ca. að eiginmenn gátu séð fyrir konu sinni og börnum. Af hverju er það ekki hægt lengur ??? Hafa atvinnurekendur lækkað launin hlutfalselga og gert ráð fyrir 2 fyrirvinnum í stað einnar áður og rest greiði svo ríkið ???
Ég veit t.d. að þegar Svíar fyrst , ca. 1900 eða svo, byrjuðu að greiða einhverskonar barnabætur. Það fyrsta sem gerðist með svindli og misnotkun á því kerfi var það að atvinnurekendur lækkuðu launin !!!
Hækka verður barnabætur umtalsvert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já sammála, stjórnvöld eiga að hlusta á fólk sem kemur fram með lausnir. En það er borin von því þau vita allt best og mest.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2012 kl. 16:24
Það þarf að taka til hjá ríkinu og losa um og lækka stærsta gjaldaliðinn, laun/eftirlaun ríkisstarfsmanna
Óskar Guðmundsson, 18.4.2012 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.