19.4.2012 | 11:40
3 núll af
Hvað þetta hljómar nú eitthvað svo miklu svakalegri upphæð í fyrirsögninni þegar það eru 31.000 milljónir heldur en 31 milljarður. Hversvegna er það gert ? Það er nú venjan að tala í milljörðum þegar það á við. Þetta hefði auðvitað getað hljómað enn meira ef þetta hefði verið í þúsundum króna, eða enn meira ef það hefði verið í krónum.
En mikið væri nú gott ef greiningadeildir bankanna hefðu sömu vinnubrögð þegar kjör almennings eru skert vegna t.d. hækkandi verðtryggðra lána, skattahækkana og álíka óværu sem er að drekkja samfélaginu hægt og rólega. Af hverju gera þeir ekki sama þá ?
Og svo er annað sem væri gott að vita. Að óbreyttu, verði frumvarpið ekki samþykkt. Hvað þarf þá hvort sem er að afskrifa mikið ???
Tjónið 31.000 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.