Brjóstin

Á Vigdísi voru umtalsefni á sínum tíma, þegar hún fyrst bauð sig fram.

Hún fékk asnalega spurningu vegna aðgerðar sem hún hafði farið í á brjósti og svaraði því til :

,, ég hafði nú ekki hugsað mér að leggja þjóðina á brjóst",

muni ég þetta rétt. Að minnsta kosti man ég að hafa heyrt þetta svona þó langt sé um liðið og ég mjög ung að árum. Ég man hvað ég var undrandi þegar ég heyrði af þessu. Mig rámar óljóst í að eitthvað hafi verið gert mál úr því líka að hún var einstæð móðir með ættleitt barn en er ekki alveg viss. Sé þetta rangt munað hjá mér og rangt kvótað, biðst ég afsökunar og mun þá fjarlægja þessa færslu fái ég ábendingu um að þetta sé óvart rangt hjá mér.

Nú , 32 árum síðar, er það bumbubúi Þóru.

Merkilegt hvað konur lenda í þegar þær vilja komast í háar stöður. Karlmenn sleppa oftast talsvert betur, amk með það sem snertir karlmennsku þeirra og föðurhlutverk. Orðið nokkuð þreytandi að fólki sé ekki treyst til þess að taka ákvarðanir sjálft um hvaða störf það telur sig geta sinnt.


mbl.is Þóra og umræðan um fæðingarorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Umræðan snýst um afleiðingar þar sem að Fuglahræðan og Bjöllusauðurinn færu með forsetavald ef Þóra væri í 6 mánaða barneignarorlofi frá Maí til Nóvember.

Óskar Guðmundsson, 21.4.2012 kl. 23:37

2 identicon

Fyrir það fyrsta þá tæki hún ekki við sem forseti fyrr en 1. ágúst næði hún kjöri. Barnið er væntanlegt í heiminn í maí þannig að þá eru búnir amk. vel á þriðja mánuð af orlofinu. Alþingi er í sumarfríi til 1. október þannig að hún væri þá væntanlega ekki í fæðingarorlofi nema kannski einn mánuð af þeim tíma sem alþingi starfar og samþykkir lög. Held að þetta sé ekki nokkurt áhyggjuefni enda er umræðan alveg fáránleg og segir kannski meira um þann sem heldur þessu fram en um meint vandamál.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 23:51

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Menn þurfa að átta sig á því líka þó ég sé ekki stuðningsmaður hennar, að hún er sjálf búin að segja að ef hún næði kjöru mun hún taka við embæti þegar forsetaskipti fara fram. Hún tók þetta sérstaklega fram og er það virðingarvert og til þess gert að slá á efasemdarraddir.

En samt er ég á því að reyna að halda í sytjandi forseta fyrst hann bauð sig fram aftur.

með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 22.4.2012 kl. 01:13

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjördís. Ég man þetta með Vigdísi á sama hátt og þú, svo ef þetta er rangt, þá erum við tvær um að muna ekki rétt.

Þóra mun hafa Ástu bjölluleikara og Jóhönnu ESB-dóttur sem staðgengla í fæðingarorlofinu. Við skulum bara horfast í augu við þá staðreynd. Ég mun ekki kjósa Ástu né Jóhönnu til neinna ábyrðarstarfa innan stjórnsýslunnar, í nokkurskonar formi. Og síst af öllu mun ég kjósa þær til þeirra vandasömu starfa, sem forsetinn mun óhjákvæmilega þurfa að gegna á næstu misserum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.4.2012 kl. 08:57

5 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Það mun alltaf fylgja þóru þessi Samfylkingarstimpill og fnykur.

Hún er frábær fréttamaður og kona. 'a að halda áfram á þeirri braut.

Hún er allt of ung í embætti Forseta Íslands.

Birgir Örn Guðjónsson, 22.4.2012 kl. 10:49

6 Smámynd: Teitur Haraldsson

Sjálf móðir náttúra hefur búið þannig um hnútana að barneignir og í það minnsta fyrstu mánuðirnir eru alltaf betur komnir hjá móðir en föður.

Þetta er bara þannig og ekkert við þessu að gera.
Við erum að andskotast í kerfi sem virkar fínt eins og það kemur náttúrulega fyrir til að geta verið með 100% jafnrétti milli kynja sem er útilokað að nauðga fram sama hvað við komum til með að rembast.

Teitur Haraldsson, 22.4.2012 kl. 16:29

7 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Hvaða andsk.... Samfylkingarstimpli er alltaf verið að klína á hana, hún er marg búin að svara því að í denn hafi hún verið í Alþýðuflokknum, þegar hann var og hét, en hafi aldrei gengið í Samfylkinguna. Hvernig var með ÓRG var hann ekki búinn að vera flokksbundinn í einum þremur flokkum, áður en hann bauð sig til forseta? Hvernig er með Ara Trausta lýsti hann því ekki yfir að hann hafi veri kommi hér áður fyrr. Nú Pétur Hafstein, ætla menn að halda því fram að hann hafi ekki verið í Sjálfstæðisflokknum þegar hann bauð sig fram til forseta, og Gunnar Thorodsen o.fl. o.fl. frambjóðendur sem hafa verið viðriðnir pólitík. Nei það er nú svo, að þegar kemur fram á sjónarsviðið frambærileg manneskja í þetta embætti, og ógnar sitjandi forseta hvað skoðanakannanir varðar, þá eru sumir, og sérstaklega sjálfstæðisfólk sem reynir að klína á hana einhverjum óknyttum. Gangi þér vel Þóra.

Hjörtur Herbertsson, 22.4.2012 kl. 17:09

8 identicon

Já Hörður og Hjördís, ég er ansi sammála ykkur með þetta, þó ég sé ekki búinn að gera upp hug minn varðandi kosningarnar.

Skúli (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 19:24

9 identicon

Úps, þetta átti víst að vera Hjörtur, ekki Hörður.  Afsakaðu innilega

Skúli (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 19:26

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég held þetta sé rétt munað hjá okkur Anna. Enginn hefur amk bent á annað.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.4.2012 kl. 22:34

11 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Merkilegt Hjörtur, allt tal um að samkeppni sé góð og nauðsyn...þar til hún svo birtist ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.4.2012 kl. 22:36

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Óttin er ástæðulaus með þetta,hún hefur svarað þessu hvernig þetta verður Óskar. En jú, umræðan hefur að hluta snúist um þetta á yfirborðinu amk. En það er nú þannig að oft er reynt að grípa hvaða hálsmtrá sem er, þegar það vantar eitthvað bitastætt til að riðja samkeppni úr vegi.

En eins gaman og ég hef af innliti á bloggið mitt Óskar, bæði frá þér og öðrum, þá óska ég eftir að þú sért svo ljúfur að kalla fólk réttum nöfnum. Mér þykja uppnefni ekki falleg ;))) 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.4.2012 kl. 22:41

13 identicon

Bara að segja að ég styð ekkert af þessu liði... sem vill vera í Bold and the beautiful fíling á okkar kostnað; Forseti er tímaskekkja, peningasóun,... yfirapa-eðli frá fornöld.
Þið sjúgið það sem þið viljið.. Þóru,Ástþór eða whatever.. suckers :)

DoctorE (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 14:08

14 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hver á þá að vera öryggisventill okkar DoctorE , ef það væri enginn Forseti ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.4.2012 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband