Pólitísk sýkna

Í 3 af fjórum ákæruliðum. Það hlítur að vera svo, þar sem álitið er að þetta sé litað pólitík.

En hvaða pólitík læddist inní 75 % málsins sem sýknað var í ?

Sú pólitík er þá öflugri þar sem aðeins var sakfellt fyrir ákærulið  nr.2; 25%.

Annars var áhugavert að vera þarna í dag. Það var mjög þungt og alvörugefið andrúmsloft í salnum og sérkennilegt að upplifa þessa sögulegu stund. Bæði fyrir og eftir dómsuppkvaðningu.

Það virkaði vera svo að ræða á ensku var tilbúin fyrirfram og útprentuð á A4 blöðum sem GHH las upp. Það væri fróðlegt að vita hvað stóð í hinni útgáfunni, sem gerði ráð fyrir 100% sýknu. Hvort það hefði verið minnst á pólitík í þeirri útgáfu.

Annars er gott að þetta er búið. Dómsmál eru hverjum manni afar þungbær, sem og fjölskyldum sakborninga og ástvinum. Það vita allir sem hafa staðið í þessum sporum þó svo mál séu af öðrum toga en í Landsdómi í dag. Og þetta mál hefur einnig snert þjóðina alla.

Máslmeðferðartími var alltof langur ,eins og GHH benti m.a. á. Sem og kostnaðarhliðin. Þetta eru atriði sem þarf að laga, það er búið að kvarta yfir þessu sama í áratugi og enn er kvartað .Vona að bragabót verði nú gerð á þó fyrr hefði verið.


mbl.is Pólitík í málinu að sögn Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband