24.4.2012 | 10:27
Gott að Landsdómur sýknaði
Í gær var fyrrverandi Forsætisráðherra sýknaður, m.a. af ábyrgð vegna Icesave, hafi ég skilið þetta rétt. Og þar með í raun öll fyrri ríkisstjórn, að það hafi ekki verið hægt er gera neitt. Gott og blessað.
EFTA getur þá væntanlega ekki lengur höfðað mál gegn Íslandi/ ríkinu. Og þarf því að hjóla beina leið í fyrrverandi bankastjóra eða/og þrotabú bankans.
Niðurstöðu Landsdóms hlítur EFTA að taka mark á og breyta málatilbúnaði sínum í ljósi niðurstöðunnar sem var tilkynnt í gær.
Meðalganga ESB staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður punktur hjá þér Hjördís. Sammála þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 12:11
Ég efast um að pappírspésar EFTA og ESB horfi á fréttirnar. Þeir bíða með bein í kjaftinum eftir næstu skipum frá yfirmönnum sínum, sem sagt Bretum eða Þjóðverjum.
Ellert Júlíusson, 24.4.2012 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.