Auðvitað

Ég hef aldrei hugsað um þetta. En við að lesa þessa frétt er þetta svo augljóst og borðleggjandi og ekki annað hægt en að vera sammála um leið.

Ég verð undrandi ef þessi einfalda ósk mætir andstöðu. Ég vona að það verði strax hætt að verðlauna börn fyrir að standa sig vel í heimsókn til lækna með því að gefa þeim sprautur. En það má endilega finna aðra sniðugu gjöf handa þeim þessum litlu elskum. Best væri ef val á slíkri gjöf væri í samráði við foreldra og Slysavarnahúsið.


mbl.is Taka þarf fyrir sprautugjafir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég á erfitt með að skilja hvernig læknum dettur í hug að gefa börnum sprautur í verðlaun.  Það er eitthvað alveg nýtt.  Ótrúlegt alveg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 12:12

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég ímynda mér að þeir hafi einfaldlega ekki hugsað útí þessa tengingu kæra Ásthildur og ég vil trúa því að um leið og þeir heyra af þessari ósk að þá hætti þeir því um leið. Hugsunin hefur án efa verið sú að reyna að draga úr ótta barna við nálar.

Sumt er einmitt eins og ég nefni, svo augljóst þegar á er bent, sem fólk hefur ekki hugsað útí áður.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.4.2012 kl. 12:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það getur vel verið.  Þá verður það vandamál úr sögunni.  Sumt virkar nefnilega á tvo vegu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 13:37

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það væri auðvitað óskandi að þetta hefði verið rætt fyrr, einhver komið auga á þetta fyrr. En betra er seint en aldrei ;))

Svo þarf að finna leið til að börn snerti ekki sprautur á víðavangi, án þess að óttast þær þegar þau þurfa að fá sprautur. Ekki hef ég tillögu um hvernig á að fara að því, en treysti því að Herdís og þeir foreldrar sem bentu á þetta, ásamt heilbrigðisstarfsfólki, finni til þess góða leið. Kannski þarf bara að tala hreint út við börn ?  þau skilja meira en við áttum okkur oft á.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.4.2012 kl. 13:51

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg hárrétt hjá þér Hjördís að börn hugsa miklu meira og gera sér grein fyrir hlutunum en fólk almennt áttar sig á.  En er ekki málið að börn eru afar ung þegar þau fá sprautur.  Miklu yngri en þau sem eru að fara til tannlæknis?  Þannig að hvort sem er hafa þau ekki vit á sprautum eða hafa gert sér grein fyrir þeim aðeins nokkurra mánaða gömul.  Þegar þau verða eldri og skilja betur er hægt að ræða við þau um nauðsyn þess að sprautun er nauðsynleg ef eitthvað kemur upp á til dæmis stífkrampasprauta við bit eða slíkt.  Þetta á ekki að vera vandamál. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 14:01

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Pínu búin að gleyma sprautualdrinum með mín börn.. ;/ en þau eru að fá einhverjar sprautur til 2ja-3ja ára eða svo og jafnvel eldri ? Ég man amk eftir sprautu þegar ég var held ég 6 ára.

Fræðslan gæti t.d. farið fram í leikskólum en þá samstillt hvað eigi að segja svo öll börn skilji.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.4.2012 kl. 21:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er góð hugmynd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2012 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband