25.4.2012 | 11:25
Út úr skápnum
Á blogginu sjást gjarnan komment um að fólk verði flökurt og þurfti að æla við því sem það er ekki sammála. Mér leiðast slíkar athugasemdir og þykja þær afskaplega þreyttar , ofnotaðar og ómálefnalegar. ,,Afsakið meðan ég æli" er sorglega algent að sjá.
En að heyra þetta sama frá Alþingismanni sem viðbrögð við öðrum skoðunum en hans eigin...Kommón !! Og skamm KM að láta svona útúr þér !! Þú ert hluti af heild sem nýtur einungis 10% trausts og þetta skemmir fyrir kurteisum vinnufélögum. Er þetta liður í átakinu : ,, Aukum virðingu og traust Alþingis " ??? Að sýna meiri hroka og ókurteisi ? Eins og það sé skortur á því !!!
Það er kreppa og blankheit og allt það..en eitt af því fáu sem má bruðla með og eyða að vild er kurteisi, virðing, hrós, þakklæti ofl. Allt er þetta FRÍTT en samt sparað. Til hvers ? Þarf kannski að taka upp sektir á fúkyrðaflaum og dónaskap Alþingismanna svo þeir fari að hegða sér á virðingarverðan og kurteisan hátt ??? ,, Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft".
Við búum í lýðræðissamfélagi þar sem ræða þarf málin og bera virðingu fyrir og hlusta á skoðanir fólks, hvort sem það eru skoðanir Alþingismanna , almennings eða annarra. ,,Hlustaðu á okkur, því við hlustum á þig" er slagorð Bylgjunnar. Fín fyrirmynd sem fleiri mættu fara eftir.
Sé lýðræðið farið að þvælast svo mikið fyrir mönnum, þurfa þeir hinir sömu að íhuga það af fullri alvöru að koma út úr skápnum með þá drauma sína og koma á einræði. Sem er án efa draumur alltof margra ráðamanna sem sjá orðið rautt í hverri umræðu og þjóðaratkvæðagreiðslum.
Gubbupestin versnaði við ræðuhöldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já fólk segir þetta gjarnan þegar því er gróflega ofboðið. En það er yfirleitt bloggarar og spjallarar sem láta slíkt út úr sér. En þingmaður sem vill njóta virðingar á ekki að láta svona út úr sér. Því þetta er ekki bara honum til vansa, heldur algjör dónaskapur gagnvart samstarfsmönnum hans á þingi. Fyrir nú utan að þola ekki gagnrýni á gælumálið sitt, sem á væntanlega að tryggja honum áframhaldandi setu á þingi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2012 kl. 12:30
Það eru mörg ár síðan Möllerinn týndi allri virðingu fyrir Alþingi íslendinga og starfi sínu.
Mörg ár....
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 21:33
Akkúrtat Ásthildur, það er stutt í kosningar og ekki ok að leika sér með ríkisábyrgð til að tryggja persónuleg áframhaldandi setu !
Menn þurfa að vera kurteisir, ræða málin og hafa samvinnu og þjóðarhag að leiðarljósi í öllum opinberum störfum. Þeim sem ekki fýla það, varse good, á einkamarkaðinn með þá takk !!
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 22:29
Þá vonandi finnur hann hana aftur Birgir ;)) Þessi ummæli, vonum að það sé botninn og nú er bara ein leið og hún er upp !
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.