Græðgisfrí takk !

Ég vona að allir neytendur láti það eiga sig að versla 1.maí. og taka þar með ekki þátt í að styðja við botnlausa græðgi kaupmanna sem fara á límingum við einn blessaðan frídag !! Það má vel skipuleggja sig smá og verlsa daginn áður og svo eftir. Það þarf ekki að freistast til að skjótast bara eftir einni mjölk og einum sígó pakka. Búðirnar þurfa að fá að vera eins og draugabæli 1 .maí , með ENGUM viðskiptavinum, ekki einum einasta !! Og af öllum dögum, 1.maí !! Þarf ekki að stressast of mikið vegna ferðamanna, þeir þekkja daginn frá sínum löndum.

Styðjum þá sem á að koma illa fram við, með því að leyfa þeim ekki að vera í fríi, með því að versla ekki neitt 1.maí.

Flott hjá kaupmönnum á Suðurlandi og það er óskandi að þeir fáu stóru sjái sér fært að tapa í 24 klt. !!! Það getur varla verið góður buisness sem ekki þolir nokkra lokun og helst engin frí. Áður en við vitum af verður hér allt opið á Aðfangadag, Jóladag og alla hina heilögu dagana. Við höfum hellings völd, nýtum þau!!  Leyfum þeim fáu allra gráðugustu að tapa peningum á 1.maí opnun 2012, þeir muna þá eftir það gefa fólki sínu frí 1.maí 2013 og eftir það. Að auki er algjört lágmark að fólk hafi tök á að komast á útifund sem hefð er að haldinn sé, það er jú verið að reyna að berjast einmitt fyrir bættum kjörum þess fólks meðal annars, sem nú á að þvinga til að vinna !!

Svei ykkur sem eruð svo endalaust svangir í allt gullið, svei ykkur bara !! 


mbl.is Hvetja til þess að sniðganga verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þaðhefur sýnt sig alla þá "rauðu" daga á dagatalinu sem verslanir hafa opið, að fólk flykkist í þær.

Og þar er 1 maí og Frídagur verslunarmanna einna stærstir.

Fullt af búpum hafa verið opnar þessa daga, þær eu yfirleitt EKKI mannaðar á fasta fólki, heldur skólafólki sem er að ná sér í auka pening.

Nú ætla Kringlan og Smáralind að bætast í hópinn. það er góð viðbót.

Það er yfirvalda að ákveða opnunartíma verslana, ekki bloggara.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 07:53

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir komment þitt Birgir,

Mér þykir afar leitt að búðir hafi varla nokkur tök á að hafa lokað og virt frídaga. Hvort sem þær eru mannaðar með fasta starfsfólki eða skólafólki sem vantar aukapening.

Og ég vona að það fari enginn að versla, það vona ég virkilega.

Það er alveg rétt hjá þér, það er yfirvalda að ákveða opnunartíma og ég skil ekki af hverju þeir hafa samþykkt 1.maí opnun. Og það er einnig hlutverk yfirvalda að hlusta á almenning,hvort sem það er á blogginu eða annarsstaðar. Annað er hroki og vanvirðing, að hlusta ekki á þá sem verið er að þjóna. 

Svo má vel vera að yfirvöld sjái hag sinn í þvi að sem flestir séu í ,,pössun" í mollum okkur, í þeirri von að það verði sem fámennast á útifundi 1.maí ?? 

Hins vegar hef ég fullt frelsi til að tjá mig í Netheimum um öll þau mál sem ég vil, hvert og eitt einasta. Það væri óskandi að Netheimar loguðu nú vegna fyrirhugaðrar 1.maí opnunar, vegna þess að það myndi þá veita þann þrýsting sem þarf. Enda hefur niðurstöðu fleiri og fleiri mála verið breytt vegna Netheima, þmt bloggsins ;)))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 26.4.2012 kl. 08:25

3 identicon

já yfirvöldin ákveða frídaga, búinn að fá nóg af þessari hægri corporate hyggju hérna á íslandi.  Við erum verri en ÚSA.

Jonsi (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 08:56

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Veistu Jonsi hvort það sé skylt samkvæmt lögum að hafa lokað 1.maí ?

Ef það er ólöglegt að hafa lokað, þá mætir lögreglan að sjálfsögðu og lokar. Mæti hún ekki, þá eru það skilaboð um hver ræður og hver stjórnar. Það er ekki nóg að mæta bara þegar brotið er á verslunareigendum með hnupli, þá mætir Lögreglan med det samme.

Hver veit hvað eða hvort löggjafinn segi eitthvað um opnun verslana 1.maí ??? 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 26.4.2012 kl. 09:25

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Verslanir verða ekkert af tekjunum þó að lokað sé 1. maí. Vanti fólk vörur, kemur það þegar opnað verður aftur. Til að mæta sárri þörf láglaunaðs fólks, mætti hækka laun þess og spara sér svo sérstakt álag á frídögum sem þessum.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 26.4.2012 kl. 11:03

6 identicon

Það yrði þá eithvað nýtt ef íslendingar myndu sniðganga verslanir. Einsog að mig minni að á meðan á versðsamráðs málinu olíufélagana hafi staðið, hafi aldrei verið meira að gera í lausasölu á bensínstöðvunum.

Ef að kæmi upp úr krafsinu að hrunið allt mætti einu fyrirtæki í landinu um að kenna. Segjum til dæmis að "Höfðabakarí" hafi staðið fyrir öllu hruninu, þá væri það bara ókeypis auglýsing fyrir fyrirtækið.

Ef ég væri bankastjóri og frétti það í gegnum RÚV að Höfðabakarí væri ábyrgt fyrir efnahagshruni íslands, þá myndi ég persónulega gera mér far þangað til að ræða við eigandann um fyrirgreiðslu til að stækka fyrirtækið.

Íslendingar geta ekki staðið í einhverju jafn smáborgarlegu einsog að sniðganga fyrirtæki, við erum bara yfir það hafin hér.

OO (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 19:47

7 identicon

Það er bara aumingjaskapur að geta ekki haft þá fyrirhyggju að kaupa inn fyrir tvo daga í einu. eða bara að láta sig vanta það ssem vantar í einn sólarhring.

Hugsið um þá sem verða að vera án alls síðustu viku eða 10 daga hvers mánaðar, vegna þess að bætur duga orðið ekki fyrir afborgunum lána og daglegum þörfum heimilisins.

einn dagur er ekkert miðaðvið það.

Skora á alla að hudsa verslanir sem hafa opið 1. maí. við þurfum að halda uppá þann dag. Hann hefur gefið okkur margt af því sem yngra fólkið telur svo sjálfsagt!

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband