26.4.2012 | 23:41
Til hamingju
Agnes ;)) Ég vona að þér takist að auka virðingu á Þjóðkirkjunni, þess er þörf, eigi hún að halda lífi sem ég vona að hún geri. En það gerist ekki sjálfkrafa.
Og ég vona að Bolvíkingar fái jafn góðan prest í þinn stað. Gott fólk og fallegt pláss sem á allt það besta skilið, hér eftir sem hingað til. Það er ávallt gott að koma í Víkina og í nágrenni, eins og t.d. útí Skálavík. Mér þykir ferlega sætt og krúttað að allir bæjarbúar og fyrirtækin skuli fagna með því að flagga. Það má alveg gera meira af slíku, og líka í Borginni okkar !!
Frá Bolungarvík í biskupsstól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eg er sammála þér Hjördís vestfirðirnir eru ógleymanlegir öllum sem kynnast þeim held eg og til allrar hamingju hafa þeir haldið hreinleika sínum og fegurð án stóriðjuframkvæmda.
Og þar er að byggjast upp einstök ferðamanna paradís fyrir hugkvæmni og dugnað þeirra sem þar búa.
Eg fann þetta myndband með nýja biskupnum okkar:)
http://www.youtube.com/watch?v=vklIokkJ1P4
Sólrún (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 11:28
Alveg sammála og takk fyrir myndbandið ;)
Hún kemur vel fyrir og ég vona að henni takist að bæta ímynd kirkjunnar og vonandi að fólk dragi úr að skrá sig úr kirkjunni og að þeir sem hafa farið, komi tilbaka. Vona að hún reynist góður málamiðlari og sáttasemjari ef deilur koma upp.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.4.2012 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.