29.4.2012 | 17:16
Bull og þvæla
Skil ekki svona bull og þvælu. Allt reynt að gera annað en það sem þarf að gera. Að fara í fjárhagsmegrun og breyta um eyðslulífstíl.
Álíka mikið bull og ef sá sem er of feitur ákveður að hætta að fara á Burger King og fara svo í staðinn á Metró. Eða hætta að borða Nóa-Síríus og fá sér Freyju í staðinn. Það heitir sjálfsblekking og er auðvitað bull og þvæla.
Tvö núll voru klippt af 1980 og það lagaðist ekki neitt með því. Vöruverð hækkaði starx, enda kaupmenn lúnknir við að grípa tækifærin sem gefast og svína á neytendum. Enda ekki nóg að breyta um útlit peningaseðla og nafn og stilla svo hagstjórn á autopilot og halda sukkinu áfram.
Er svona svona vitleysa virkilega kennt í háskólum landssins ???
Samstaða vill taka upp Nýkrónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjördís. Einhvern vegin þarf að sía froðuna frá kjarnanum. Ég hef ekki heyrt betri tillögu en tillögu Lilju Mósesdóttur, til þess að losna við froðuna einskisnýtu og inneignarlausu.
Hvar Lilja hefur lært þessa staðreynd veit ég ekki, en hún er þó með staðreyndirnar meir á hreinu en margir háskóla-hagfræðiráðgjafar blekkingar-stjórnsýslunnar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2012 kl. 08:41
Alveg rétt Anna, og ég tel að réttast sé að það sé gert með því að temja sér og þjóðinni að fara vel með peninga. Það væri hægt að setja kennslu um fjármál í grunnskóla og fleira, sem er langtímaverkefni. Viðhorfs-og lífstílsbreytingar er þörf um allt samfélagið.
Ekki sé ég orði minnst á afnmám verðtryggingar í Nýkrónu tillögunni. Ef planið er að halda í hana...úff segi ég bara.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.4.2012 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.