Algjörlega rétt

Við verðum að sætta okkur við hana blessaða. Getum spáð í aðara möguleika þegar við höfum lært að fara vel með peninga. spara og eyða í samræmi við tekjur. Og þá kemur sennilega í ljós hvort sem er að krónan er ekki verri en hver annar gjaldmiðill.
mbl.is Einhliða upptaka veikasti kosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek alveg undir þetta með þér Hjördís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2012 kl. 22:30

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Mér þykir einmitt kæra Ásthildur, að allt tal um aðar gjaldmiðla sé flótti frá vandanum sem er sá að við þurfum að taka okkur á í fjármálum. Blekking að halda að þó útliti breytist, nafn, núllafjöldi ofl kúnstir, þurki eyðlsuklærnar upp.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.4.2012 kl. 22:33

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála ykkur konur góðar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.4.2012 kl. 22:42

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við höfum lifað góðu lífi með þessa krónu.  Það sem þarf er góð hagstjórn og stjórnvöld sem hafa ekki trú á okkar eigin gjaldmiðli eru einfaldlega ekki hæft til að vera í forsvari fyrir þjóðina.  Það er bara svo einfalt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2012 kl. 22:46

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið Ingibjörg og það er ánægjulegt að þú sért sammála ;) Krónan okkar þarfnast öflugst stuðnings !!

Þetta er eitthvað svo borðleggjandi rétt hjá BB.  Eins og það er borðleggjandi bull hjá menntuðum hagfræðingum og fleiri sem halda því fram að allt verði í gúddí með nýjum gjadmiðli.

Það þarf einmitt að muna að taka því súra með því sæta , Ásthildur, rétt eins og með annað í lífinu. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.4.2012 kl. 23:00

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei þetta er alrangt hjá honum. Alrangt.

Svo er skrítið að sjá fólk lofsama krónuna alveg hreint og svo snýr það sér við - og þá er allt ómögulegt! Ómögulegheitin sem hvað mest hefur verið umrætt hérna undanfarin misseri eru einmitt útaf þessum mattadorgjaldmiðli sem kallast króna. Og það er barsta skrítið að sjá fólk vilja þá hafa þessi ómögulegheit áfram. það verð eg að segja.

Ennfremur er talað um ,,að spara". Málið er nefnilega að íslendingar hafa adri lært að líta á gjaldmiðil sem verðmæti. það vantar alveg þá hugsun inní flesta íslendinga. Vegna eðli krónunnar. Sífelldrar rýrnunar og best hefur þótt að eyða öllum krónum ekki seinna enn í dag og helst rúmlega það - vegna þess að annars fær maður minna fyrir hana á morgun. þetta gekk svona allan Lýðveldistíman. Með frjálsu flæði fjármagns sem nútímaheimur krefst - þá eykst enn vandamálið með þennnan mattardorgjaldmiil. Ætla íslendingar þá að snúa aftur til hérna hafta og helsisstefnu sem var ríkjandi. það hlýtur að vera. Innbyggjarar vilja sjálfir færa á sig hlekkina - og hrópa svo og kalla um hvað allt sé ómögulegt! það á að verðlauna íslendinga einhvernvegin fyrir snillina. ÓRG getur séð um það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2012 kl. 00:12

7 identicon

Ómar Skrifaði:

" Málið er nefnilega að íslendingar hafa adri lært að líta á gjaldmiðil sem verðmæti"

Alveg rétt, helduru að það breytist bara við að fá annann gladmiðil ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 05:55

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það breytist auðvitað ekki neitt með nýjum gjaldmiðli Birgir.

Nema jú verðtryggingin fer. En með áframhaldandi sukki yrðum við sennilegast rekin úr myntbandalagi, svo það yrði þá back to squeere one. Við verðum auðvitað að leysa okkar mál , m.a. að afnema verðtryggingu og láta enda ná saman með blessaðri Krónunni okkar.  Það gékk glimrandi fljótt og vel að afnema verðtryggingu launa á sínum tíma. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.4.2012 kl. 09:34

9 identicon

Gjaldeyrishöft um ókomin ár. Verðtrygging og eignaupptaka, okurvextir, lækkuð laun vegna gengisfellinga, þetta er veruleikinn sem við höfum búið við. Þeir sem dásama krónuna eru því miður veruleikafirrtir. Við gætum öll haft það gott á Íslandi, við erum fámenn þjóð með miklar auðlindir, t.d. auðug fiskimið. Krónan hefur valdið misskiptingu auðsins, þeir sem eiga verðtryggðar skuldir og þeir sem hamast eins og hamstrar í hjóli til að borga verðtrygginguna allt að 20% vextir á ári af húsnæðislánum, vextir sem eru út úr öllu korti. Já krónan er gott tæki til að halda launþegum í gíslingu. Verði ykkur að góðu.  Ég hef beðið eftir afnámi verðtryggingar í 30 ár. Það verður aldrei, Bjarni Ben hefur líka sagt það að ekki sé hægt að afnema verðtryggingu því þá muni enginn vilja lána neitt. 

Margret S (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 11:06

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

En af hverju ætti þá einhver að vilja lána frekar óverðtryggt í öðrum gjaldmiðli Margret ?

Ég er ekki sammála því að þeir sem sjá ekki lausn með því að skipa út krónunni okkar séu veruleikafirrtir.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.4.2012 kl. 11:14

11 identicon

Hvergi á vesturlöndum er verðtrygging í neytendalánum, enginn treystir krónunni okkar, því miður. Um leið og við höfum alþjóðlega mynt þá förum við inn í alþjóðlegt vaxtaumhverfi. Þetta vita allir sem hafa kynnt sér málið.  Ég myndi vilja halda krónunni ef við gætum fengið vaxtakjör á við öll önnur lönd í kringum okkur og þótt víðar væri leitað.  LÍÚ vill gera upp í evrum og fá greitt í erlendri mynt, en vill greiða starfsfólki sínu í krónum. Hvers vegna heldur þú að það sé?

Margret S (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 13:54

12 Smámynd: Óskar

Hjördís þú nærð þessu ekki.  Með annan gjaldmiðil þurfum við síður á lánum að halda til að framfleita okkur.  Í dag kemur engin erlend fjárfesting inn í landið vegna krónunnar og gjaldeyrishafta.  Með upptöku Evru erum við komin með mynt sem heimurinn treystir og þorir að fjárfesta í landinu.  Ekki séns með krónuna, bara áframhaldandi stöðnun, höft og versnandi lífskjör. 

Óskar, 30.4.2012 kl. 13:58

13 identicon

Margret S, verðtrygging hefur ekkert með krónuna að gera, það er aumingjalausn lélegra pólitíkusa út úr sjálfssköpuðum hagsstjórnarræfildómi. Að skipta um mynt kemur ekki til með að breyta því á nokkurn hátt, það eina sem hefðist út úr því er aukið atvinnuleysi, langt umfram það sem Íslendingar eru vanir.

Töfralausnin Evra er eins og aðrar töfralausnir bara til í hausnum á sanntrúuðum eins og Óskari og Margreti S.

"Stórt er betra" er mantrað hjá Miðstýringarflokki Alþýðunnar, öðru nafni Samfylking, í stíl við Sovétkommúnískan áætlanabúskap. Vandamálið er að stærð gjaldmiðilsins skiptir engu máli ef hagstjórnin er í rúst. Að taka upp Evru er í besta falli flótti aumingjans frá eigin getuleysi.

Gulli (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 16:06

14 identicon

" Með annan gjaldmiðil þurfum við síður á lánum að halda til að framfleita okkur. "

Ef fjármálastjórnunin er í molum þá þarf lán til að bjarga sér út úr skítnum, hvorki stærð gjaldmiðilsins eða hvaða nafn er prentað á hann hefur nokkuð með það að gera.

Krónan hefur engin áhrif á hvort fyrirtæki vilji fjárfesta á Íslandi eða ekki, gjaldeyrishöftin gera það hins vegar. Að halda að gjaldeyrishöftin eða verðtryggingin hafi eitthvað með krónuna að gera er að stinga hausnum í sandinn, hvoru tveggja er enn við lýði eingöngu vegna aumingjaskapar sitjandi pólitíkusa sem eru að vernda eigið rassgat og stólinn sem það situr á. Það tekur að hámarki eina viku að afnema bæði gjaldeyrishöft og verðtryggingu ef snefill af vilja er fyrir hendi. Það er ekki gert vegna þess að pólitíkusarnir þora ekki að takast á við að þeir hafa aldrei sleppt hendinni af krónunni. Ef krónan fær að fljóta eru öll rök fyrir upptöku evru eða einhverrar annarrar gælumyntar fokin út í veður og vind og tilvist ansi margra stjórnmálamanna fer með. Samfylkingin tapar þá algjörlega þeim litla stuðningi sem eftir er við ESB aðild og þarf að fara að finna sér annað stefnumál.

Gulli (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 16:15

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel orðað hjá þér Gulli, Að taka upp evru er í besta falli flótti aumingjans frá eigin getuleysi.  Ég tek undir þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2012 kl. 16:23

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Alveg rétt, helduru að það breytist bara við að fá annann gladmiðil ?"

Já. Ef gjaldmiðillinn er alvörugjaldmiðill. Krónan er ekki alvöru gjaldmiðill. Hún er mattardorgjaldmiðill. Hún er bara viðmið við alvörugjaldmiðla. Skrítið hvað þetta virðist þvælast ótrúlega fyrir fólki.

Hafiði prófað að fara með ísl. krónur í banka erlendis? Og bara á N-Löndum? Prófiði það.

Viðhorfsbreitingin sem eg er að tala um, þ.e. að farið verði að líta á oeninga sem verðmæti í sjálfu sér, gerist ekki á einum degi - en mundi koma til skjalanna ótrúlega fljótt þegar fólk sér hvernig þetta virkar.

Umræðaner svo otrulega skritin hérna uppi í fásinninu. Sem dæmi hefur undanfarin misseri verið skrifaðir endalausir pistlar og fluttar endalausar fréttir um að ,,evran sé að hrynja. Hún er alltaf að hrynja. það er ótrúlega algengt að heyra það viðhorf meðal innbyggjara að Evran sé bara alveg búin að hrynja á undanförnum misserum og sé bara eitthvað sem enginn tekur upp af götunni þá sjái liggja þar o.s.frv.

Prófið að athuga stöðu krónu gagnvart Evru undanfarin misseri. Síðan skulu þið athuga stöðu Evru gagnvart öðrum alvörugjaldmiðli sem heitir dollar. Segið mér hvað þið fenguð út. Síðan getiði athugað hve margir heimsbuar kjósa að geyma vermæti sín í Evrum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2012 kl. 16:33

17 Smámynd: Óskar

Gulli: "Krónan hefur engin áhrif á hvort fyrirtæki vilji fjárfesta á Íslandi eða ekki, gjaldeyrishöftin gera það hins vegar. Að halda að gjaldeyrishöftin eða verðtryggingin hafi eitthvað með krónuna að gera er að stinga hausnum í sandinn, hvoru tveggja er enn við lýði eingöngu vegna aumingjaskapar sitjandi pólitíkusa sem eru að vernda eigið rassgat og stólinn sem það situr á"

Það er nefnilega það, - nokkuð augljóst að Gulli skilur ekki málið.  Gjaldeyrishöftin væru að sjálfsögðu fullkomlega óþörf ef við hefðum annan gjaldmiðil en með krónuna verðu þeim einfaldlega ekki aflétt, - meiraðsegja jólasveinninn hann Sigmundur Davíð er farinn að viðurkenna það og þá er mikið sagt.

Óskar, 30.4.2012 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband