30.4.2012 | 09:19
Álit HH á þessum tölum
Hagstofan er nýbúin að tilkynna að kaupmáttur nú sé sá sami og 2004. Erfitt að trúa því.
Líka þessu.
Ég vona að HH láti heyra í sér með þessar tölur. Það hafa fleiri en bankarnir lært að fiffa excel !
Þegar fólk greiðir 150 þúsund í leigu...og það er bara 18%, hvað eru laun þeirra þá há ? Auðvitað eru þetta meðaltöl en þá eru líka rosalega margir sem borga engan húsnæðiskostnað til að ná meðaltali svo lágu.
11% greiða meira en 40%. Það þarf að birta alveg sundurliðaða töflu yfir þetta. Hvað greiða margir yfir 50% og hvað er hæsta % talan sem fer í húsnæði ?
18% af ráðstöfunartekjum í húsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg sammála þér Hjördís.
Ég skil ekki hvernig er hægt að fá bara 18% ég sem borga sjálfur yfir 50& í leigu og þekki engan sem borgar undir 40.prósentum í leigu.
Örvar (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 12:02
Þegar maður lýst ekk á staðreyndir er verið að reyna að afneita þeim.
Þetta er frekar sorglegt.
Gæti veirð að ástandið er ekki svo slæmt eiftar alltsaman og HH eru bara að gera í buxurnar í hverjum degi?
Það held ég.
Einsog þú serð þá voru fleiri að skulda verulega árið 2004.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2012 kl. 12:50
M.v. þau meðallaun sem gefin eru upp Örvar og svo það að algent sé að borga 150 þúsund í leigu, þá næ ég þessu ekki.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.4.2012 kl. 13:31
Takk fyrir innlitið S og H.
Kannski er hluti af þessu ósamræmi sem maður upplifir, að fólk er duglegar að kvarta í dag en það var ? Kannski að eir sem hafa hæst séu þeir sem höfðu það best ?
Það hefur nefnilega þótt svo púkó að segja nei, ég hef ekki efni á þessu, þetta er of dýrt og fleira í þeim dúr. Það var slæm tíska í alltof langan tíma og oft mikill flottræfilsháttur sem fólk hafði ekki efni á en lét sig hafa það.
Fólk þarf að þora að segja nei þegar lagt er til að fara í bíó eða út að borða, þegar það á ekki pening til þess. Í stað þess að afsaka sig með tímaskorti eða áhugaleysi. Hvað þá að fara samt og taka þá smálán til þess...hrunið þarf að hafa kennt okkur eitthvað, amk það að það þarf að eiga til að eyða.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.4.2012 kl. 13:36
Þú getur leigt minni íbúð á 70-80þúsund í Reykjavík.
En ef þú ert í sambúð og er að borga 150þúsund í leiga. Þú splittar því í tvennt sem gera 75þús svo koma húsaleigubætur lækka verðið enn meira.
Og þá erum við bara að tala um Reykjavík. Á landsbyggðinni er mun ódýrara að leiga.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2012 kl. 14:26
Jú, það passar í sumum tilfellum. Held að það sé samt ekki mikið umhúsnæði á 70 til 80 þúsund. Að auki er fullt af fólki í óskráðri sambúð og því aðeins eitt nafn á samning og þá á húsaleigbótum etir því hver launin eru. Svo ég skil ekki samt alveg hvernig hægt er að segja að meðallaun nægi fyrir því að húsnæði sé 18% af ráðstöfunartekjum ( nettó).
Eru ekki meðallaun sögð ca. 350 brúttó eða eru það um 400 ?
Segjum 250 útborgað, par væri þá með 500 þúsund og liklegast engar bætur. Þá gæti þetta passað með þessi 18% sýnist mér. En ég held þetta sé ekki alveg rétt samt sem áður. Held það séu mun fleiri sem greiða mun meira en 18% af ráðstöfunartekjum í húsnæðiskostnað en upp er gefið.
Erfiðast með hrunið þykir mér vera það að allt traust fór í vaskinn um leið.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.4.2012 kl. 14:38
Já... það er rétt að margir borga meira og svo margir minna.
Fer eftir staðsetningu, laun og hvað leigan splittast á marga.
Þessvegna þarf maður að taka svona meðaltals niðurstöðu með fyrirvara um það að margir hafa það betra og margir hafa það mun verra.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2012 kl. 14:43
Alveg rétt en ég held samt , m.v. það sem maður hefur séð í Netheimum, að fleiri en 11% greiði meira en 40% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði S og H. En það er óskandi að þetta séu réttar tölur, þá er ástandið ekki eins slæmt og maður óttaðist. Það er svo vonta að treysta ekki opinberum aðilum. Það var alvarlegasti hluti hrunsins að mínu mati.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.4.2012 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.