Afvegaleidd þjóð

Ætti almenningur á Íslandi ekki að geta dregið ráðamenn okkar fyrir dóm fyrir að hafa  afvegaleitt okkur og hylmt yfir með því sem vitað var að var í gangi hér fram að hruni ? Og um leið Vikingana okkar að sjálfsögðu og vitorðsmönnum þeirra. Meðsekt, víst ábyrgð hefur ekki sannast á nokkurn ráðamann. 

Það er margt sem heimfæra má uppá ráðamenn okkar í þessari frétt...nota blinda augað, rannsaka ekki, þykjast ekki vita. Og þarna er mælt með að finna refsingu við hæfi vegna vanvirðingu sem sýnd hefur verið. Og að ekki hafi verið hægt að treysta á heiðarleika og skilvirkni í gögnum. Að sýnd hafi verið einstök fyrirlitning á blygðunarlausan máta. Og þarna er verið að tala um fjölmiðil sem hleraði símtöl en ekki um ráðamenn okkar sem voru á vakt þegar landið okkar hrundi !!! Því miður er þessi frétt ekki um kerfið okkar og krimma þess ;((

Eða eigum við að kyngja þessu, fyrirgefa og gleyma og setja alla á sína gömlu pósta á ný og láta sem allt sé í gúddí og halda áfram inní framtíðina með óuppgerða fortíð og treysta þeim sömu á ný ? Eða sömu aðferðum með öðru fólki ?  Rétt eins og ýtt hefði verið á pás haustið 2008.  Engum refsað, engar almennar leiðréttingar vegna þess beina fjárhagstjóns sem almenningur hefur verið neyddur til að taka á sig.

Óbreytt ástand gengur ekki, eitthvað af þessu þarf að gerast, til þess að samfélagið nái að halda áfram og byggja upp landið á ný til framtíðar. Eða eru fleiri möguleikar í stöðunni til þess að frostið afþýðist og réttmæt reiðin hverfi á braut ?

Þetta er nú það sem kom í huga mér 1. maí við að lesa þessa frétt. Svo keimlíkt framkomunni við þjóðina. 


mbl.is Ófær um að stjórna fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband