3.5.2012 | 19:38
Hefur reynt á ábyrgð annarra ?
Mig langar til að vita hvort reynt hafi verið að fá ábyrgðarmenn til að borga og hvort þeir hafi neyðst til þess, sem eru í sömu stöðu og þessi maður ??? Þar sem LIN taldi sér stætt á að rukka, þá er spurning hvort þetta sé eina málið sem þeir rukkuðu eftir að ábyrgðamannatími hefur runnið út.
Þetta er væntanlega í fyrsta sinn sem einhver neitar að borga, þeas neitar að vera enn í ábyrgð. Svo ég vona að fólk sem eins er ástatt um láti heyra í sér, hafi það neyðst til að kyngja þessu. Því það geta ekki allir farið með mál fyrir dóm eins og vitað er, það kostar svo mikið. Eða hefur það kannski verið gert en tapast ?
Hæstiréttur dæmdi dómara í vil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.