5.5.2012 | 09:11
Uppúr kreppunni
Ég trúi því að opnun Bauhaus og sú samkeppni sem það mun hafa í för með sér, verði til þess að hjólin fari að snúast á ný í landinu okkar fagra !! Þjóðfélagið er nánast búið að vera á hold í 4 ár og tími kominn á að ýta á play takkana. Þó helst þannig að fólk skuldsetji sig ekki eða sýni kæruleysi í útgjöldum. Hrunið á að hafa kennt fólki það að stóri vandinn hjá mörgum var of mikil skuldsetning. Það þarf að eiga til að eyða ! Það er fullt af fólki sem líður skort því miður. En það er líka fullt af fólki sem hefur ekki þorað að eyða peningum sínum, sem er jú meginorsök kreppu, ótti. Það fólk getur komið hjólunum af stað með því að taka upp veski sín !!
Að fólk drífi sig í að ditta að fasteignum sínum og það komi skriður af stað á sem flestum sviðum atvinnulífssins, hvort sem er á fasteignamarkaði, hjá iðnaðarmönnum eða öðrum og það mun svo hafa keðjuverkandi jákvæð áhrif víða um samfélagið. Óskandi að iðnaðarmenn sem fóru eftir hrun og m.a. til Noregs, sjái nú ástæðu til að koma aftur heim ;))
Góða veðrið mun hjálpa til og óskandi að skap VeðurGuðanna haldist hlýtt og sólríkt, það hefur góð áhrif á skap landans. Það er alveg ljóst. Í góðu veðri er fólk jákvæðara og til í allt , svona næstum því.Óskandi að fólk nýti sér þá góðu og jákvæðu orku sem er allt í kringum okkur.
Þetta ár, 2012 verður gott á svo margan hátt og það ár þar sem Íslendingar spinntu við fótum eftir að botninum var náð eftir hrunið. Því vil ég trúa og vona að það reynist verða svo. Takk Bauhaus fyrir ykkar mikilvæga innlegg í innspýtinguna sem svo sárlega hefur skort. Svo sigrum við Euro, fáum nýjan Forseta eða þann gamla með nýjar áherslur, tökum gullið á ÓL og....;)
Allt fullt hjá Bauhaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.