Lögbrot

Bankarnir fremja lögbrot sem alþjóð veit um. Beint fyrir framan nefið á okkur. Hér er talað um að bankarninr hafi ekki tekið ,,tillit" til dóms Hæstaréttar.

Væri sama orðalag notað um t.d. dæmdan þjóf sem héldi áfram, þrátt fyrir dóm ? Að hann tæki ekkért ,,tillit" til dómsins og hætti að stela ? Eða má bara nota svo fínt og varfærið orðalag um bankana ?

Af hverju eru þeir ekki kallaðir réttum nöfnum, sem væri lögbrjótar hið minnsta ?

Og af hverju horfir Lögreglan aðgerðarlaus á, sem hún gerir ekki þegar hún veit um önnur lögbrot ? Það þarf ekki alltaf kvörtun til að Lögreglan drífi sig af stað, alls ekki. Þeir renna oft á lyktina. Einbeittur brotavilji virðist liggja fyrir, svo hvað tefur ???? 

Á sama tíma er Alþingi að smíða lög um smálánin. Þau eru jú sennilegast ógnun við FIT gjöld bankanna, svo þeir tapa og það má ekki líða ! Það eru búið að afnema lög um vaxtaokur, svo starfsemi smálánfyrirtækjanna er alveg lögleg. Ekki að ég sé þeim persónulega hlynnt en það er annað mál. Svo enn og aftur virðist Alþingi setja í forgang að hjálpa bönkunum en ekki almenningi. Fínt fyrir bankana að innheimta áfram of mikið, varla þurfa þeir að endurgreiða með dráttarvöxtum hvort sem er, og þeir vita að fólk í Þrælsóttalandinu borgar og borgar. 


mbl.is Hætti að innheimta ólögmæt lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég heyrði í Margréti Tryggvadóttur í Silfrinu, það sem kom henni mest á óvart var þjónkun alþingis og ríkisstjórnar við hagsmunaaðila.  Fjármálafyrirtæki, L.Í.Ú. Samtök atvinnulífsins og ASI hafa þessa ríkisstjórn  bókstaflega í vasanum.  Þetta eru svakalegar yfirlýsingar af manneskju sem er þarna inni sér og veit.  Þetta gengur bara ekki lengur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2012 kl. 10:19

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Akkúrat og spurning hvað þeir græða á því ? Hvaða gjaldmiðlill ætli það nú sé ?

Mútuþægni og spilling er náttúrlega ekki til hér á landi...svo hvað ætli valdi ?

Annars hefur þetta eflaust verið svona í áratugi alveg eins líklegt og það hefur viðgengist í áratugi að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvægt. Annað er nokkuð ólíklegt að svo kröftum ómenning hafi fyrst litið dagssin ljós eftir hrunið. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.5.2012 kl. 10:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún ómenningin hefur grasserað lengi.  Stúlka sem ég þekki var að læra í Danmörku viðskiptafræði held ég, það eru um 20 ár síðan, þar var Ísland notað sem viðskiptamódel spillingar einkavinaviðskipta og klíkuskapar.  Svo þetta er ekkert nýtt.  Enda var spillingarleysið vegna þess auðvitað að spillingarpésarnir sjálfir hafa fyllt út skoðanakannanirnar um meinta spillingu.  Hver maður sér hvað kemur út úr því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2012 kl. 10:39

4 identicon

Ég hélt alltaf að þegar dæmt væri í Hæstarétti þá þýddi ekkert að deila við þá dómara. Púnktur. En í dag virðist vera komin stétt "lagatækna" sem þæfa málin með meiru. Mér er spurn hvaða stofnanir eru æðri Hæstarétt á Íslandi? Afhverju er ekki farið eftir dómsúrslitum? Eftir hverju er beðið? Afhverju er þessi vesæla ríkisstjórn ekki sett af með vantrauststilögu á alþingi? Er kannske ekki stjórnarandstöðunni eins leitt og hún lætur? Ég er stórlega farin að efast um það....

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 11:01

5 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Eg hel ad tad s nu frekar Rikisstjornin sem hefur ASI i vasanum en øfugt(og med fyrirbærid Gylfa Arnbjør rassasleikir tar fremstan i flokkiallavegana gerdu teir 3 viljayfirlisingar vid ASI og sviku allar,ekki skiftir mali a Islandi hvort hlutirnir eru løgleigier eda ekki svo leingi sem glæpurin er bara nogu stor,eins og td ad gefa skotleifi a almenning

Þorsteinn J Þorsteinsson, 8.5.2012 kl. 11:27

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg rétt, ég var búin að gleyma þessu Ásthildur mín, með hverjir svöruðu könnunum um spillingu.  Merkilega skrítin aðferð sem notuð er og viðurkennd í heiminum þegar spilling er könnuð !

En ég vissi ekki að þetta væri tekið inní kennslu í útlenskum skólum. Það væri gott ef Námsgagnastofnun þýði það námsefni og setji inní í okkar skóla. En það er sennielga draumsýn, hér er algjör afneitun á mútum og spillingu sem á bara að vera til í útlöndum...suss ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.5.2012 kl. 12:17

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Mannamunurinn Jóhanna, hann er ástæðan. Flestum er gert að hlíta niðurstöðu Hæstaréttar og flestir lögbrjótar sem vitað er um, kíkir Lögreglan til og handtekur þegar þörf er á. Sem svo sannanlega er full þörf á núna, þegar sannanir um lögbrot birtast í fjölmiðlum, og í bréfalúgum fjölda manns í hverjum mánuði.  Ekki séns að þeir geti neitað sök !!! En samt ekkért gert.

Það væri fínt ef lög væru sett sem hreinlega heimila uppáhaldsplebbum landsins að fara ekki að lögum. Til að spara ergelsi og tuð almennings. Það væri heiðarlegra en sú móðgun sem okkur er sýnd aftur og aftur í trausti þess að nöldurtíðnir fari hér yfir óáreittar eins og venja er, eins og hver önnur skítalægð. Sennilegast er hlegið að almenningi þegar þeir sem allt mega, hittast og bera saman bækur sínar, hvort sem er í Öskjuhlíð eða á öðrum stöðum. Hvað við erum þægilega hlíðin og umbyrðarlynd gagnvart milljarðaþjófnuðum og því ef menn eru mætir menn í jakkafötum, hvað það blekkir auðveldalega og ávallt. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.5.2012 kl. 12:26

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er merkilegt Jóhann hvað þögn verkalýðsforkálfana er hávær. Og þvi miður er það rétt, skilaboðin eru afar skýr: ,,steldu í milljörðum, þá látum við þig í friði og veitum þér stöðuhækkun" en kjúklingaþjófar í Bónus, járna þá í hvelli !! ;))

Bullið oft á þessu landi, sem ég elska nú samt af öllu hjarta mínu og vona allt það besta um og að hér geti allir búið við góð kjör og liðið vel. Sem á vel að vera hægt og maður á aldrei að gefast upp með að krefjast eða þegja þegar órettmæti  á sér stað. Aldrei. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.5.2012 kl. 12:32

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg pottþétt að við munum aldrei fá að líta þessi kennslugögn augum.  Þöggunin er algjör hér Því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2012 kl. 12:35

10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Bæði sérstakur saksóknari og ríkissaksóknari líta á ágreining um gengistryggða lánasamninga sem einkaréttarlegan og að skilyrði um refsinæmi gegn almennum hegningarlögum séu ekki uppfyllt.  Ég hef þetta skjalfest því ég kærði 17 manns til sérstaks saksóknara í tengslum við gengistryggðan bílasamning sem ég gekk í haustið 2007.  Þetta voru svörin frá báðum embættum.  Sama hafa Neytendastofa og FME sagt.  Almenningur verður því að höfða einkamál telji einhver að á sér hafi verið brotið í viðskiptum við fjármálastofnanir því ríkissaksóknari mun ekki gera það.

Ég verð að viðurkenna að ég ber ekki eins mikla hlýju í hjarta til landsins okkar og þegar ég hóf þessa vegferð vegna bílasamningsins.  Hún hefur leitt of margt skrýtið í ljós hjá hinu opinbera og því fólki sem þar á að gæta hagsmuna almennings til að ég hafi trú á að réttlæti fáist í gegnum hið opinbera.

Erlingur Alfreð Jónsson, 8.5.2012 kl. 13:02

11 identicon

Ég get líka sagt smásögu um kennslu í virtum háskóla í Englandi. (nafntoguðum) Í hagfræðideildinni var prófefnið um fjármál Íslands. Hvernig fer 250 þús. manna þjóðfélag með þessa yfirbyggingu (stofnanir m.m.) að kljúfa hlutina? Ekki man ég hvað nú hve margir áttu að svara. En svörin urðu jafnmörg og ólik eins og nemendurnir.

Niðurstaðan varð sú að allir hefðu rangt fyrir sér. Það sem íslendingar eru að gera, "er ekki hægt". Þannig var úrskurðurinn.

Auðvitað elskar maður sitt land, ekkert jafnast á við Ísland, en..

þjóðin, og ráðamenn mættu aðeins hugsa sig um á kjördegi og kjósa ekki alltaf hálfvita í embætti....

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 13:17

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt fram refsilagakæru á hendur yfir 600 manns vegna gengistryggðra lána.

Sérstakur saksóknari vísaði henni frá á þeirri forsendu að ekki sé sýnt fram á í hverju hið refsiverða athæfi hafi átt að felast.

Hann segist semsagt eiga erfitt með að sjá að ólögleg innheimta á grundvelli tilhæfulausra krafna sé glæpur.

Jón stóri á eftir að kætast mjög þegar hann fréttir þetta.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2012 kl. 16:10

13 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hæstiréttur á sennilega eftir að dæma um það hvort lán tekið á mánudegi hljóti aðra meðferð en lán tekið á þriðjudegi. Það er nokkuð ljóst að það á að draga það eins lengi og stætt er að skila aftur þýfinu og hætta að halda greiðendum í spennitreyju með allt of háum greiðslum.  Sennilega sjá þeir ekki að sér fyrr en allir greiðendur ólöglegu lánanna hætta að greiða af lánum sínum, flestir hljóta fyrir löngu að vera búnir að greiða langt umfram það sem þeim ber samkvæmt dómum hæstaréttar. 

Það að ríkisstjórn fjármagnsins hafi gefið heimild til að endurreikna greidda gjalddaga með vaxtakjörum sem varla nokkur lántakendanna hefði látið sér detta í hug að skrifa undir, sýnir hvar hugurinn liggur hjá norrænu "velferðarstjórninni".  

Kjartan Sigurgeirsson, 9.5.2012 kl. 10:40

14 identicon

Afhverju gerir !BANKAMÁLARÁÐHERRA ekki neitt í þessu ófermdarástandi í landinu? Hver er bankamálaráðherra? Nú er ekki hægt að kenna rolunni honum Björgvin um ástandið.

Jóhanna (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 12:57

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki alsherjarráðherran með bankamálin á sinni könnu? hélt það einhvernveginn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2012 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband