14.5.2012 | 11:05
Hættum að deyja
Og spörum þannig peninga ríkisins / okkar !
Orðið aðeins of langt gengið í niðurskurði þegar ekki verður hægt að grafa fólk. Eða er kannski ætlast til að fólk setji andlát sitt á hold þar til hagkerfið lagast ? Eða endar þetta með fjöldagröfum ?
Ætli það sé þannig að kirkjugarðsgjaldið, sem skylt er að greiða, fari ekki óskipt í kirkjugarðana ? Að það sé enn einn nefskatturinn sem klipið er af ?
Sorglegt þykir mér það sem fram kemur um að um leið og orðið ,,kirkja " sést, þá virðist það vera orðið eins og hvert annað skammaryrði.
Hafa ekki lengur peninga til að taka grafir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef menn gefa líkama sinn til vísindarannsókna, lífæragjafir og svona.. Má svo ekki hakka restina af okkur niður og nota í beitu, dýramat og svo má gera skrautmuni úr beinum; Þetta er jú bara dautt kjöt og bein.. sem kemur engum að gangi rotnandi í einhverjum fancy grafreit
DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 14:26
Ég vona að landið verði aldrei svo fátækt að hrista þurfi rykið af tillögum þínum ,kæri DoctorE..úff.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.5.2012 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.